„Guðmundur Sveinbjörnsson (Geithálsi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðmundur Sveinbjörnsson''' frá Geithálsi, skipstjóri, f. þar 21. janúar 1945. <br> Foreldrar hans voru Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Ge...) |
m (Verndaði „Guðmundur Sveinbjörnsson (Geithálsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. júní 2020 kl. 16:57
Guðmundur Sveinbjörnsson frá Geithálsi, skipstjóri, f. þar 21. janúar 1945.
Foreldrar hans voru Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978, og kona hans Guðrún Oddný Guðmundsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 20. mars 1921, d. 1. nóvember 1972.
Börn Guðrúnar og Sveinbjarnar:
1. Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 á Geithálsi.
2. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945 á Geithálsi.
3. Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, f. 28. júní 1946 á Geithálsi.
Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1962, fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1966.
Guðmundur vann við beitningar og sjómennsku frá 15 ára aldri, einnig bifvélavirkjun og smíðar.
Hann var háseti og stýrimaður hjá föður sínum á Frigg VE 316, skipstjóri á Halkion VE 205, Ísleifi VE 63 og Sighvati Bjarnasyni VE 81.
Þau Steinunn giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Bröttugötu 24.
Steinunn lést 1995.
Þau Jóhanna giftu sig 1998. Þau eiga ekki börn saman.
Guðmundur er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (25. desember 1966), var Steinunn Vilhjálmsdóttir frá Brekku í Garði, húsfreyja, starfsmaður á barnaheimilinu Rauðagerði, f. 5. mars 1945, d. 22. nóvember 1995.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörn Guðmundsson starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 12. apríl 1967. Sambýliskona hans Ingunn Lísa Jóhannesdóttir.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Danmörku, f. 1. september 1971. Maður hennar Haraldur Jóhannesson.
3. Vilhjálmur Guðmundsson öryggisvörður, f. 2. janúar 1977, ókvæntur.
II. Síðari kona Guðmundar, (12. apríl 1998), er Jóhanna Gísladóttir húsfreyja, f. 14. júní 1951 í Reykjavík.
Þau eiga ekki börn saman.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmundur.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.