Steinunn Vilhjálmsdóttir (Bröttugötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Vilhjálmsdóttir frá Brekku í Garði, húsfreyja, starfsmaður á leikskólanum Rauðagerði fæddist 5. mars 1945 og lést 22. nóvember 1995.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Halldórsson frá Vörum í Garði, f. 5. júlí 1913, d. 1. apríl 1997, og Steinunn Sigurðardóttir frá Hellissandi, húsfreyja, f. 24. ágúst 1917, d. 13. apríl 2013.

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við héraðsskólann á Núpi við Dýrafjörð.
Hún vann við leikskólann í Rauðagerði í Eyjum, var þar trúnaðarmaður starfsfólks.
Þau Guðmundur giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Bröttugötu 24.
Steinunn lést 1995.

I. Maður Steinunnar, (25. desember 1966), er Guðmundur Sveinbjörnsson frá Geithálsi, skipstjóri, f. þar 21. janúar 1945.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörn Guðmundsson starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 12. apríl 1967. Sambýliskona hans Ingunn Lísa Jóhannesdóttir.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Danmörku, f. 1. september 1971. Maður hennar Haraldur Jóhannesson.
3. Vilhjálmur Guðmundsson öryggisvörður, f. 2. janúar 1977, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.