„Guðni Kárason (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 18: Lína 18:
#[[Jón Trausti Kárason|Jón Trausti]] aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;   
#[[Jón Trausti Kárason|Jón Trausti]] aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;   
#Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
#Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
#[[Svala Káradóttir (Presthúsum)|Guðríður Svala]] öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
#[[Svala Káradóttir (Presthúsum)|Guðríður ''Svala'']] öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
#[[Kári Kárason (Presthúsum)|Kári Þórir]] múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;  
#[[Kári Kárason (Presthúsum)|Kári Þórir]] múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;  
#Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.
#Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.

Núverandi breyting frá og með 6. ágúst 2019 kl. 15:03

Guðni Kárason.

Guðni Kárason frá Presthúsum, bakarameistari, skrifstofu- og verslunarmaður fæddist 10. september 1910 á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu í A-Landeyjum og lést 18. ágúst 2004 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson bóndi, bátsformaður, útvegsbóndi í Hvíld og Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.

Börn Þórunnar og Kára voru:

  1. Ingileif, f. 10. júní 1903, d. 16. júní 1903;
  2. Helga húsfreyja á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 30. maí 1904, d. 13. júní 1999;
  3. Óskar byggingafulltrúi í Eyjum, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970;
  4. Ingileif húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1906, d. 29. ágúst 2003;
  5. Sigurbjörn kaupmaður í Reykjavík, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997;
  6. Þórður sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 20. febrúar 1933. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Hann drukknaði, er línuveiðarinn Papey fórst eftir árekstur á Sundunum hjá Reykjavík.
  7. Guðni bakari og lengst skrifstofumaður og verzlunarmaður í Reykjavík, f. 10. september 1910, d. 18. ágúst 2004;
  8. Nanna saumakona í Reykjavík, f. 1. marz 1912, d. 14. júní 1978;
  9. Sölmundur, f. 23. apríl 1913, d. 7. apríl 1914;
  10. Laufey, f. 10. marz 1914, d. 14. ágúst 1917;
  11. Arnkell, f. 4. apríl 1916, d. 12. marz 1917;
  12. Rakel húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980;
  13. Jón Trausti aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;
  14. Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
  15. Guðríður Svala öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
  16. Kári Þórir múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;
  17. Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.

Guðni var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim úr Landeyjum til Eyja 1913. Hann var með þeim í Hvíld og síðan Presthúsum.
Faðir Guðna lést 1925 og reyndi það á starfskrafta Guðna að aðstoða móður sína með mikla ómegð.
Hann vann í bakaríi og lærði bakararaiðn hjá Magnúsi Bergssyni.
Guðni fluttist til lands upp úr 1940, var bakari m.a. í Reykjavík, Borgarnesi og á Selfossi.
Hann nam við Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarskólapróf. Síðan vann hann mest við verslunar- og skrifstofustörf.
Uppkominn fór hann utan í málanám, m.a. til Englands og Þýskalands og bjó í Þýskalandi um skeið.
Hann fluttist til Ástralíu 1952 og var þar bakari um tveggja ára skeið.
Á efri árum vistaðist hann á hjúkrunarheimilinu Eir.
Hann lést 2004, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.