„Siggerður Þorvaldsdóttir (Bakka)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Siggerður Þorvaldsdóttir''' á Bakka, húsfreyja fæddist 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði og lést 17. mars 1929.<br> Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jónsson...) |
m (Viglundur færði Siggerður Þorvaldsdóttir á Siggerður Þorvaldsdóttir (Bakka)) |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 23: | Lína 23: | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Bólstað] | [[Flokkur: Íbúar á Bólstað]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Bakka]] | [[Flokkur: Íbúar á Bakka]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Heimagötu]] | [[Flokkur: Íbúar við Heimagötu]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Flötum]] | [[Flokkur: Íbúar á Flötum]] |
Núverandi breyting frá og með 31. janúar 2018 kl. 16:33
Siggerður Þorvaldsdóttir á Bakka, húsfreyja fæddist 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði og lést 17. mars 1929.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jónsson söðlasmiður í Dölum í Fáskrúðsfirði, f. 18. nóvember 1834, d. 24. apríl 1907, og kona hans Sigurlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1851, d. 6. maí 1928.
Siggerður var hjá systur sinni á Kolableikseyri í Mjóafirði 1901, hjú í Jóhannshúsi á Eskifirði 1910.
Hún fluttist til Eyja 1919, giftist Ólafi 1920 og eignaðist með honum fimm börn.
Þau bjuggu á Bólstað 1919-1922, voru komin á Bakka 1923 og bjuggu þar síðan.
Siggerður lést 1929.
I. Maður hennar, (31, maí 1919), var Ólafur Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, gúmílímari, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953.
Börn þeirra:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.