„Brynjólfur Gunnar Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Bynjólfur Gunnar Guðmundsson''' frá Ey, vélstjóri fæddist 7. ágúst 1913 í Ey og lést 31. maí 1955.<br> Foreldrar hans voru [[Guðmundur Guðmundsson (Ey)|Guðmundur ...)
 
m (Verndaði „Brynjólfur Gunnar Guðmundsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. janúar 2017 kl. 21:13

Bynjólfur Gunnar Guðmundsson frá Ey, vélstjóri fæddist 7. ágúst 1913 í Ey og lést 31. maí 1955.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson sjómaður í Ey, f. 6. júlí 1864 á Kirkjubæ, d. 24. nóvember 1928, og kona hans Jórunn Ingileif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1883 í Presthúsum, d. 14. júlí 1962.

Börn Guðmundar föður hans og Málfríðar Erlendsdóttur vinnukonu í Frydendal voru:
1. Þórarinn Guðmundsson útgerðarmaður og formaður á Jaðri, f. 13. janúar 1893 í Frydendal, d. 30. maí 1975, kvæntur Jónasínu Runólfsdóttur.
2. Guðjón Guðmundsson skipstjóri, f. 27. september 1894 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, fórst með togaranum Sviða 1941.

Börn Guðmundar og konu hans Jórunnar Ingileifar Magnúsdóttur:
3. Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir, f. 23. janúar 1906 í Mandal, d. 6. september 1975.
4. Guðmundur Svavar Guðmundsson, f. 29. apríl 1910 í Ási, drukknaði 17. apríl 1932.
5. Brynjólfur Gunnar Guðmundsson vélstjóri, f. 7. ágúst 1913 í Ey, d. 31. maí 1955.

Brynjólfur Gunnar var með foreldrum sínum í Ey í bernsku. Hann var vinnumaður á Brúnum u. Eyjafjöllum 1930, lauk hinu minna vélstjóraprófi 1934, var síðan vélstjóri og vélgæslumaður í Reykjavík.
Hann lést 1955.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.