Guðbjörg Jónína Jónsdóttir
Guðbjörg Jónína Jónsdóttir Curtis frá Kirkjubæ, síðar í Utah fæddist 30. mars 1884 og lést 29. janúar 1966 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Oddsstöðum, síðar í Utah, f. 22. janúar 1857, d. 26. september 1930, og kona hans Vilborg Jónsdóttir úr Mýrdal, húsfreyja á Kirkjubæ, síðar í Utah, f. 28. febrúar 1855, d. 17. desember 1943.
Börn Vilborgar og Jóns voru:
1. Helgi Guðjón Jónsson, f. 27. ágúst 1880, d. 20. júlí 1882 úr mislingum.
2. Guðbjörg Jónína Jónsdóttir, f. 30. mars 1884. Hún fluttist til Utah 1887.
3. Vilhjálmur Bjarni Jónsson, f. 22. desember 1886. Hann lést í hafi og var jarðsettur þar.
Í Utah eignuðust þau
4. William.
5. Rose.
6. Marinus.
7. Morgan.
Jónína var með foreldrum sínum og fluttist með þeim frá Hólshúsi til Utah 1887.
Þau Samuel Thomas giftu sig 1903, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Spanish Fork í Utah.
Samuel lést 1956 og Guðbjörg Jónína 1966.
I. Maður Guðbjargar Jónínu, (30. desember 1903), var Samuel Thomas Curtis, f. 27. nóvember 1881 í Salem í Utah, d. 12. janúar 1956 í Spanish Fork. Foreldrar hans voru Samuel Thomas Curtis, f. 30. desember 1834, d. 10. nóvember 1917, og kona hans Sarah Olive Butler, f. 15. nóvember 1855, d. 28. október 1937.
Börn þeirra:
1. Wilburn Curtis, f. um 1905 í Spanish Fork.
2. Curtis Curtis, f. um 1905 í Spanish Fork.
3. Harvey M. Curtis, f. um 1905 í Spanish Fork.
4. Glen Curtis, f. um 1907 í Simi í Kaliforníu.
5. Beulah Phipps, bjó í Alberta í Kanada, f. um 1910.
6. Edith C.Hill, f. um 1910.
7. Hazel C. McClain, bjó í Glendale í Kaliforníu, f. um 1911.
8. Vernon Taylor Curtis, f. 1914, d. 1915.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Magnús Haraldsson.
- Prestþjónustubækur.
- The Icelanders of Utah. La Nora Allred.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.