Vilhelm Þór Júlíusson
Vilhelm Þór Júlíusson frá Mjölni, verkstjóri hjá Flugmálastjórn fæddist 30. maí 1932 í Ásum við Skólaveg 47 og lést 16. júlí 2013 á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Júlíus Þórarinsson formaður, verslunarmaður og verkstjóri, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983, og kona hans Sigurragna Magnea Jónsdóttir (Ragna) húsfreyja, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995.
Börn Júlíusar og Rögnu:
1. Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 19, d. 4. júlí 2023. Kona hans var Guðrún Jónasdóttir.
2. Vilhelm Þór Júlíusson verkstjóri hjá Flugmálastjórn, f. 30. maí 1932, d. 16. júlí 2013. Fyrrum kona hans var Guðbjörg Benjamínsdóttir.
3. Gylfi Júlíusson umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, f. 18. október 1937. Fyrri kona hans var Ingibjörg Gunnarsdóttir, en síðari kona hans er Helga Viðarsdóttir.
4. Aðalsteinn Júlíusson bankamaður, f. 18. desember 1939. Kona hans er Elín Ingólfsdóttir.
Vilhelm var með foreldrum sínum í æsku, í sveit í Stóru-Mörk u. V.-Eyjafjöllum á sumrum, flutti með þeim til Njarðvíkur 1946.
Hann vann síðar við höfnina á Hellissandi til 1960.
Vilhelm flutti aftur til Eyja 1960, var verkstjóri við flugvöllinn, flutti til Lands 1966 og vann við flugvelli.
Þau Guðbjörg bjuggu í fyrstu á Hellissandi, þá á Bröttugötu í Eyjum og síðar í Breiðholti í Reykjavík, en skildu. Þau eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess.
Vilhelm lést 2013.
I. Kona hans var Guðbjörg Benjamínsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1935 á Hellissandi, d. 23. október 2020.
Börn þeirra:
1. Ragna Vilhelmsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. janúar 1958 í Reykjavík, d. 28. apríl 2008. Barnsfaðir hennar Ólafur Georg Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Martyn Knipe.
2. Sigríður Vilhelmsdóttir, f. 21. janúar 1958, d. 3. september 1960.
3. Benjamín Vilhelmsson, f. 21. október 1960 í Eyjum, d. 18. mars 2015 í Hong Kong í Kína. Fyrrum kona hans Martha Ólína Jensdóttir.
4. Agnes Vilhelmsdóttir, starfsmaður tölvudeildar Landspítalans, f. 3. apríl 1964 í Eyjum.
5. Kolbrún Vilhelmsdóttir, lögfræðingur, f. 3. febrúar 1970 í Reykjavík. Maður hennar Ólafur Skúli Guðmundsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 29. júlí 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.