Sigurður Einarsson (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Einarsson.

Sigurður Einarsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, prestur, kennari, fréttastjóri, skrifstofustjóri, dósent fæddist þar 29. október 1898 og lést 23. febrúar 1967.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson, f. 4. október 1873 að Fagurhól í A.-Landeyjum, d. 27. desember 1939 í Hafnarfirði, og kona hans María Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1867 að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 10. ágúst 1958 í Steinmóðarbæ u. V.-Eyjafjöllum.

Börn Maríu og Einars:
1. Jónína Margrét Einarsdóttir, f. 25. september 1897, d. 17. júní 1991.
2. Sigurður Einarsson prestur, f. 29. október 1898, d. 23. febrúar 1967.
3. Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1900, d. 2. nóvember 1985.
4. Hermann Einarsson, f. 27. janúar 1903, d. 6. mars 1941.
5. Guðrún Einarsdóttir, f. 21. apríl 1904, d. 23. desember 1984.
6. Andvana dóttir, f. 30. júní 1907.
7. Marta Aðalheiður Einarsdóttir, f. 13. janúar 1909, d. 5. nóvember 2004.
8. Guðbjörg Lilja Einarsdóttir, f. 27. apríl 1912 á Kirkjubóli, d. 20. júlí 1997.

Sigurður var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1911, bjó hjá þeim á Kirkjubóli og Hoffelli, flutti með þeim að Mókoti á Álftanesi 1917.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1922, guðfræðiprófi í Háskóla Íslands 1926, stundaði framhaldsnám við Hafnarháskóla og fór námsför um Finnland, Þýskaland, Austurríki og Tékkóslóvakíu 1928–1929, námsför um Svíþjóð, Pólland og Danmörku 1935. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1936–1937, fór námsför um Bretland, Ítalíu, Egyptaland, Líbanon, Sýrland, Jórdaníu, Ísrael og Grikkland 1957.
Sigurður var prestur í Flatey á Breiðafirði 1926–1928, var stjórnarformaður Kaupfélags Flateyjar 1927–1928, formaður Jafnaðarmannafélags Íslands 1931–1934. Hann var eftirlitsmaður með kennslu í æðri skólum 1929–1930, kennari við Kennaraskóla Íslands 1930–1937, landskjörinn alþingismaður (Barðstrendinga) 1934–1937 fyrir Alþýðuflokkinn.

Sigurður var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 1931–1937, fréttastjóri 1937–1941. Hann var dósent í guðfræði við Háskóla Íslands 1937–1944, skrifstofustjóri í fræðslumálaskrifstofunni 1944–1946. Hann var kennari og prófdómari við Héraðsskólann í Skógum frá 1949 um árabil, prestur í Holti undir Eyjafjöllum frá 1946 til æviloka.
Sigurður var afkastamikill rithöfundur, samdi kennslubækur og fræðirit, orti ljóð og sendi frá sér nokkrar ljóðabækur. Hann íslenskaði mörg erlend skáldrit, skrifaði fjölda greina í innlend og erlend tímarit og blöð. Hann var ritstjóri: Nýtt land (1936).
Sigurður eignaðist barn með Maríu Mörtu 1924.
Þau Guðný giftu sig 1925, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Pálína Jóhanna (Hanna) giftu sig 1944, eignuðust eitt barn.
Sigurður lést 1967 og Pálína Jóhanna 1972.

I. Barnsmóðir Sigurðar var María Marta Ásmundsdóttir, f. 27. mars 1898, d. 10. febrúar 1996.
Barn þeirra:
1. Áslaug Kristín Sigurðardóttir fulltrúi, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 21. september 1924, d. 15. september 2009. Maður hennar Baldur Gíslason.

II. Kona Sigurðar, (10. október 1925, skildu), var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. febrúar 1897, d. 6. september 1973. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 19. janúar 1869, d. 1900 og kona hans Arndís Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1871, d. 19. nóvember 1960.
Börn þeirra:
2. Hjördís Braga Sigurðardóttir verslunar- og skrifstofumaður í Reykjavík, síðan í Bandaríkjunum, skíðakennari í Aspen þar, f. 28. maí 1926, d. 17. júlí 1995 af slysförum. Maður hennar Úlfar Skæringsson.
3. Gunnvör Braga Sigurðardóttir húafreyja, dagskrárstjóri, f. 13. júlí 1927, d. 1. júní 1992. Maður hennar Björn Óskar Einarsson.
4. Sigurður Örn Sigurðsson, bjó í Danmörku, f. 17. janúar 1930, d. 9. mars 1995. Fyrrum kona hans Vilborg Andrésdóttir.

III. Kona Sigurðar, (21. september 1944), var Jóhanna (Hanna) Karlsdóttir húsfreyja, kennari, f. 6. júlí 1910, d. 15. júlí 1972. Foreldrar hennar voru Karl Krautwürst vélfræðingur frá Þýskalandi, f. 16. nóvember 1880, og Ingibjörg Dósóþeusdóttir, f. 6. júlí 1875, d. 20. febrúar 1944.
Barn þeirra:
5. Steinn Hermann Sigurðsson bifreiðasmiður, bílstjóri, framkvæmdastjóri, leigubílstjóri, f. 9. september 1946, d. 31. júlí 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.