Einar Sigurðsson (Kirkjubóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Sigurðsson frá Fagurhól í A.-Landeyjum, bóndi, húsmaður fæddist þar 4. október 1873 og lést 27. desember 1939.
Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson bóndi í Fagurhól, f. 13. október 1846 á Kálfsstöðum í V.-Landeyjum, d. 20. febrúar 1923, og kona hans Helga Einarsdóttir frá Lambafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 15. ágúst 1840, d. 29. ágúst 1915.

Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Þau María giftu sig 1896, eignuðust átta börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Fagurhól 1897-1898, á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 1899-1911.
Þau fluttu til Eyja 1911, voru húsmenn á Kirkjubóli, síðar leigjendur á Hoffelli. Þau fluttu úr Eyjum að Móakoti á Álftanesi 1917.
Einar lést 1939 í Hafnarfirði og María 1958 í Steinmóðarbæ u. V.-Eyjafjöllum.

I. Kona Einars, (28. maí 1896), var María Jónsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 20. febrúar 1867, d. 10. ágúst 1958.
Börn þeirra:
1. Jónína Margrét Einarsdóttir, f. 25. september 1897, d. 17. júní 1991.
2. Sigurður Einarsson prestur, f. 29. október 1898, d. 23. febrúar 1967.
3. Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1900, d. 2. nóvember 1985.
4. Hermann Einarsson, f. 27. janúar 1903, d. 6. mars 1941.
5. Guðrún Einarsdóttir, f. 21. apríl 1904, d. 23. desember 1984.
6. Andvana dóttir, f. 30. júní 1907.
7. Marta Aðalheiður Einarsdóttir, f. 13. janúar 1909, d. 5. nóvember 2004.
8. Guðbjörg Lilja Einarsdóttir, f. 27. apríl 1912 á Kirkjubóli, d. 20. júlí 1997.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.