Sigríður Kristín Karlsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Kristín Karlsdóttir.

Sigríður Kristín Karlsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja fæddist 28. apríl 1929 í Eyjum og lést 1. mars 2022 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Karl Stefán Daníelsson prentari í Reykjavík, f. 8. apríl 1902, d. 21. desember 1951 og Þuríður Sigurðardóttir frá Garðhúsum á Stokkseyri, f. 22. maí 1909, d. 6. apríl 1998.
Fósturforeldrar voru móðurforeldrar hennar, þau Sigurður Guðbrandsson og Kristín Benediktsdóttir í Garðhúsum á Stokkseyri.

Barn Þuríðar og Karls Stefáns Daníelssonar:
1. Sigríður Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1929, kona Björgvins Magnússonar.
Börn Þuríðar og Hallbergs Halldórssonar:
2. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016. Maður hennar Jón Ingólfsson.
3. Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995. Maður hennar Helgi Gunnar Birgir Magnússon

Sigríður Kristín var starfsstúlka á Helgafellsbraut 17 1945.
Þau Björgvin giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap í Brautarholti 1946, bjuggu á Brekastíg 33, byggðu hús við Hólagötu 38 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau bjuggu síðan í fyrstu í sumarhúsi (Grundarbæ) í Mosfellssveit, en keyptu hús í Kópavogi, Reynigrund 55, bjuggu þar um skeið, en frá 2009 bjuggu þau í Gullsmára 10 þar.
Björgvin lést 2013.
Sigríður dvaldi síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lést 2022.

Maður Sigríðar, (31. desember 1953), var Björgvin Magnússon frá Lambhaga, verslunarmaður, kaupmaður, f. 28. september 1928 í Fagranesi, d. 2. maí 2013.
Börn þeirra:
1. Magnús Björgvinsson, f. 12. nóvember 1947. Kona hans Kristrún Hanna Ingibjartsdóttir, látin.
2. Kristín Björgvinsdóttir, f. 4. mars 1954. Maður hennar Ómar Jónsson.
3. Gísli Björgvinsson, f. 4. maí 1961. Kona hans Nanna Hreinsdóttir.
4. Ásrún Björgvinsdóttir, f. 13. águst 1968. Barnsfaðir hennar Ólafur Ásbjörnsson. Maður hennar Karl Pálsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið. Minning Sigríðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.