Sigurður Guðbrandsson (Ásgarði)
Sigurður Guðbrandsson bóndi í Ásgarði í Ásahreppi í Holtum og Garðhúsum á Stokkseyri, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 25. október 1878 í Haga í Holtahreppi og lést 17. ágúst 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Jónsson bóndi í Haga, f. 28. desember 1842, d. 12. október 1886, og kona hans Helga Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. september 1847, d. 23. ágúst 1881.
Sigurður var með foreldrum sínum í Haga 1880, var niðursetningur í Litlu-Tungu í Holtahreppi 1890, vinnumaður í Ási í Ásahreppi 1901.
Þau Kristín giftu sig 1905, byggðu grasbýlið Ásgarð 1908 og bjuggu þar til 1915, en fluttust skömmu síðar að Garðhúsum á Stokkseyri. Þar bjuggu þau til ársins 1946, er þau fluttust til Eyja. Þau bjuggu á Helgafellsbraut 17 hjá Guðbjörgu dóttur sinni og Jóni Vigfússyni.
Kristín lést 1948 og Sigurður 1959.
Kona Sigurðar, (21. maí 1905), var Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 9. júlí 1877, d. 4. ágúst 1948.
Börn þeirra:
1. Guðrún Lára Sigurðardóttir, f. 24. júní 1904, d. 27. október 1917.
2. Júlía Sigurðardóttir, f. 28. júlí 1906, d. 24. ágúst 1908.
3. Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. maí 1909, d. 6. apríl 1998.
4. Guðbjörg Helga Sigurðardóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1913, d. 13. ágúst 1978.
Fósturbarn þeirra var dóttir Þuríðar dóttur þeirra:
5. Sigríður Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1929 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.