Birgir Magnússon (húsasmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Helgi Gunnar Birgir Magnússon.

Helgi Gunnar Birgir Magnússon húsasmiður, bankastarfsmaður fæddist 18. ágúst 1934 á Ísafirði og lést 22. nóvember 2009 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Magnús Ásgeirsson frá Eiði í Hestfirði, N.-Ís., sjómaður, verkamaður, f. þar 9. apríl 1902, d. 25. júlí 1988, og sambúðarkona hans Margrét Rebekka Híramsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1899 á Búðum í Sléttuhreppi, N.-Ís., d. 11. janúar 1992.

Birgir var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Hafnarfjarðar.
Hann lærði húsasmíðar, vann við iðn sína lengst, en vann um skeið í Vörumarkaðnum í Ármúla, hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, en að síðustu var hann skjalavörður í Verslunarbanka og síðan hjá Íslandsbanka.
Þau Jenný giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, fluttu til Eyja, bjuggu í Goðasteini við Kirkjubæjarbraut 11, byggðu húsið við Fjólugötu 17, bjuggu þar, en fluttu síðan til Hafnarfjarðar 1967 og bjuggu þar á Álfaskeiði 94.
Jenný lést 1995 og Birgir 2009.

I. Kona Birgis, (31. desember 1953), var Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.
Börn þeirra;
1. Magnús Rögnvaldur Birgisson, f. 12. nóvember 1954 í Hafnarfirði. Fyrrum kona hans Hanna Valdimarsdóttir. Fyrrum kona hans Björk Guðlaugsdóttir.
2. Día Björk Birgisdóttir, f. 15. maí 1961 í Eyjum. Maður hennar Erlendur Geir Arnarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.