Sigurbjörg Jónsdóttir (Efra-Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir frá Núpakoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Efra-Hvoli fæddist 8. maí 1884 í Núpakoti og lést 16. nóvember 1963.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson vinnumaður, síðar bóndi í Steinum, f. 1. mars 1850, d. 28. apríl 1903, og kona hans Þóranna Sveinsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Steinum, f. 1. september 1853, d. 1. maí 1948.

Sigurbjörg var tökubarn á Miðbælisbökkum u. Eyjafjöllum 1890, uppeldisbarn þar 1901.
Hún var bústýra Sigurðar í Steinum 1910 með barnið Svein Þórarinn hjá sér.
Þau fluttu frá Steinum til Eyja með Svein Þórarinn 1911, bjuggu í Dvergasteini til 1916, á Vilborgarstöðum 1916-1917, á Seljalandi 1917-1921, síðan á Efra-Hvoli. Þau Sigurbjörg eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra fimm daga gamalt.
Sigurður lést 1943 og Sigurbjörg 1963.

I. Maður Jónínu Sigurbjargar var Sigurður Bergsson verkamaður, f. 19. nóvember 1879, d. 27. ágúst 1943.
Börn þeirra:
1. Sveinn Þórarinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1996.
2. Guðlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 22. september 1911 í Dvergasteini, d. 27. september 1911.
3. Tómas Elías Sigurðsson vélvirki, f. 30. mars 1914 í Dvergasteini, d. 26. janúar 1994.
4. Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 8. september 1915 í Dvergasteini, d. 9. júlí 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.