Katrín Sigurðardóttir (Ottahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Sigurðardóttir húsfreyja á Sitjanda í Eyvindarhólasókn, síðar í dvöl hjá Þóru Jónsdóttur dóttur sinni í Ottahúsi, fæddist í ágúst 1779 á Rauðafelli þar og lést 25. júní 1856.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Rauðafelli, f. 1751, d. fyrir 1788, Bjarnason bónda á Raufarfelli og Hrútafelli, f. 1720, Jónssonar bónda og hreppstjóra á Seljalandi í Fljótshverfi í V-Skaft., f. 1691, d. fyrir 1735, Bjarnasonar, og konu Jóns Bjarnasonar, Guðrúnar húsfreyju frá Hólum í Hornafirði (mt 1703), f. 1690, á lífi 1758, Sveinsdóttur.
Móðir Sigurðar á Rauðafelli og kona Bjarna á Raufarfelli var Guðrúnar húsfreyju, f. 1718, Eiríksdóttur.

Móðir Katrínar í Ottahúsi og kona Sigurðar á Rauðafelli var Rannveig húsfreyja, f. 1759, Ólafsdóttir bónda í Pétursey, f. 1723, d. 1765, Jónssonar bónda í Eystri-Dal í Fljótshverfi Eyjólfssonar, og konu Jóns í Eystri-Dal, Guðrúnar húsfreyju, f. 1685, Oddsdóttur.
Móðir Rannveigar á Rauðafelli og kona Ólafs í Pétursey var Katrín húsfreyja, f. 1725, d. 19. janúar 1825, Jónsdóttir .

Maður Katrínar í Ottahúsi var Jón Þorleifsson bóndi á Sitjanda 1816, f. 1765 í Pétursey í Mýrdal.
Katrín var 55 ára ekkja, vinnukona í Vallnatúni u. Eyjafjöllum 1835, ekkja, „eldakona“ á prestsetrinu í Odda á Rangárvöllum 1840.
Hún kom til Eyja með Þóru og Bjarna 1843 og var hjá þeim til æviloka 1856.

Börn Katrínar og Jóns hér:
1. Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1808, d. 14. mars 1894.
2. Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1812, d. 30. apríl 1860.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.