Saga Ísfélags Vestmannaeyja í hnotskurn

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

2001-2007

2007 Guðmundur VE 29 kom til Eyja eftir tíu mánaða endurbætur í Póllandi þar sem skipið var lengt um 12,5 metra og allur vinnslu- og dælubúnaður endurnýjaður. Ísfélag Vestmannaeyja keypti allt hlutafé í Þórshöfn fjárfestingu ehf. sem átti öll hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Seljendur hlutafjárins í Þórshöfn fjárfestingu ehf. voru FSP hf., sem er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóðanna, Fræ ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, og Þórskaup ehf., sem er í meirihlutaeigu Fisk Seafood hf. á Sauðárkróki.

2006 Fyrsta loðna ársins veiddist um miðjan janúar. Eftir loðnuvertíð fór Álsey VE til kolmunnaveiða og var á þeim með einhverjum hléu fram í byrjun júlímánaðar. Guðmundur VE var sendur í breytingar til Póllands þann 7. mars. Hluti af framskipi skipsins bran 16. mars og eyðilagðist m.a. öll vinnslulína skipsins. Samhliða uppbyggingu eftir brunann verður vinnsludekkið allt endurskipulagt . Guðmundur VE kom aftur til Eyja þann 5. janúar 2007 eftir nær 10 mánaða veru í Póllandi

2005 Í febrúar keypti Ísfélagið Júpiter ÞH af Hraðfrystihúsi Þórshafnar hf. Skipið er ætlað til loðnuflutninga á vertíðinni, svo að veiðiskipin tefjist ekki við að sigla sjálf í land með afla sinn. 18. mars var ný flæðilína tekin í notkun í nýjum vinnslusal fyrir bolfisk í frystihúsi. Flæðilína er hönnuð fyrir hópbónus og geta 14 manns unnið við hana. Einnig var nýr hausari tekinn í notkun. Eykur nýtingu á hráefni og bætir meðhöndlun á fiski og vinnuaðstöðu starfsfólks. Í lok loðnuvertíðar í mars tók kolmunni að veiðast á alþjóðlegu veiðisvæði um 30 tíma siglingu suður af Eyjum og stóð sú veiði fram í byrjun apríl. Allnokkur norsk skip lönduðu í FES.

2004 Í febrúar keypti Ísfell ehf Netagerðina Ingólf ehf, sem starfrækt hefur verið í Eyjum frá 1947. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja keypti Netagerðina 1985 og var hún því hluti af Ísfélaginu frá sameiningu. Kaupsamningur var gerður á milli Ísfélags Vestmannaeyja hf og Þorbjarnar Fiskanes hf. á Útgerðarfélaginu Ólafi ehf. Meðal eigna félagsins er fjölveiðiskipið Grindvíkingur GK ásamt veiðafærum og aflahlutdeildar í uppsjávarfiski. Skipið var afhent nýjum eigendum 23. apríl 2004 og kom til heimahafnar daginn eftir undir nafninu Guðmundur VE 29. Með þessari fjárfestingu styrkir félagið hráefnisöflun fyrir uppsjávarvinnsluna og bræðslurnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Auk þess er verðmæti norsk-íslensku síldarinnar aukið með því að frysta hana að hluta úti á sjó í stað þess að bræða hana eins og gert hefur verið undanfarin ár. Ísfélagið á nú 13,5% af loðnukvótanum, 13% af norsk-íslensku síldinni og 9,8% af Suðurlandssíldinni og hafa tvöfaldað botnfiskkvótann á sl. tveimur árum. Uppbyggingu frystihússins eftir brunann er nú að mestu lokið.

2003 Síldarvertíð haustsins var mun betri en menn þorðu að vona eftir vonbrigði síðasta árs. Antares VE sá einn um síldveiðikvóta Ísfélagsins, sem öllum var landað í Vestmannaeyjum. Veiðisvæðið var allt frá Langanesi og vestur út af Jöklinum. Góður gangur var á veiðunum, þó að hún væri oft helst til smá og fór hún að mestu til manneldis.

2002 Þann 11. janúar veitti dómnefnd Frétta og Fjölsýnar stjórn og starfsfólki Ísfélags Vestmannaeyja hf viðurkenningu sem ,,Eyjamaður ársins 2001 fyrir gríðarlegt átak, bjartsýni og framsýni þeirra við enduruppbyggingu fyrirtækisins, eftir mikil áföll á árinu 2000.“ Nokkuð stöðug vinna var í landfrystingunni, þrátt fyrir mikla hækkun á hráefni og samdrátt í eftirspurn á þeim vörum sem við höfum verið að vinna. Á móti kom mikil eftirspurn eftir ferskum og sjófrystum afurðum.Loðnuvertíð gekk vel í alla staði og gott verð fékkst fyrir mjöl og lýsi. Samkvæmt úttekt tímaritsins Frjálsar verslunar var Ísfélag Vestmannaeyja hf. sjöunda stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands árið 2002 með veltu upp á 5,1 milljarð.

2001 Ægir Páll Friðbertsson viðskiptafræðingur ráðinn framkvæmdastjóri 1. janúar. Þrátt fyrir gríðarlegar eignaskemmdir í brunanum í desember 2000 hófst vinnsla á ný réttum mánuði eftir brunann. Vinnslan stöðvaðist því ekki lengi en miklu fleira fólk þurfti og aðstæður allar voru erfiðar. Síldarfrysting hófst í janúar og síðan frysting á loðnu og loðnuhrognum í febrúar og mars.


1991-2000

2000 Ísfélagið og Bergur-Huginn hf. stofna Kap hf., sem kaupir 15% í Vinnslustöðinni. Enn rætt um sameiningu Ísfélags og Vinnslustöðvar. Sigurður Einarsson forstjóri andaðist 4. október, tæplega 50 ára að aldri. Hann var öllum harmdauði, enda farsæll forystumaður í atvinnulífi og bæjarlífi Vestmannaeyja. Kristinn Pálsson, fv. stjórnarmaður og stjórnarformaður Ísfélagsins, lést sama dag 74 ára að aldri. Fóru útfarir þeirra Sigurðar fram þann 14. október. Eldsvoði lagði frystihús Ísfélagsins í rúst laugardaginn 9. desember. Tjónið metið á um milljarð króna og atvinna 150 manns í fullkominni óvissu. Endurreisnarstarfið hófst þremur dögum síðar.

1999 Viljayfirlýsing um sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja, Vinnslustöðvarinnar, Krossaness á Akureyri og Óslands á Hornafirði gefin út 22. ágúst. Vinnslustöðin dró sig út um haustið en Ísfélagið og Krossanes voru sameinuð.

1998 Batnandi afkoma. Vinnsla hafin 28. nóvember í fiskimjölsverksmiðjunni FES eftir gagngera endurnýjun. Einar Sigurjónsson fv. framkvæmdastjóri lést 14. október.

1997 Ísfélagið selur hluti sína í SH og SÍF. Keypt 20% hlutafjár í East Greenland Codfish í Grænlandi sem átti loðnuskipið Ammasat og réð yfir 4,2% af sameiginlegum loðnukvóta landanna.

1996 Breytingar gerðar á Sigurði VE og boðin út 1.600 m2 viðbygging við frystihúsið. Mikið fjárfest í öðrum félögum, þ. á m. TP-fóðri, Krossanesi, Loðnuvinnslunni, veiðarfæragerðinni Ingvari og Ara, Tryggingamiðstöðinni, Granda og SR mjöli. Eitt besta rekstrarár í sögu félagsins.

1995 Suðurey VE seld og nótaskipið Antares keypt frá Skotlandi. Keypt hlutafélag Akureyrarbæjar í Krossanesi hf.

1992 1. janúar sameinuðust Ísfélag Vestmannaeyja hf., Bergur-Huginn hf. og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. undir nafni Ísfélags Vestmannaeyja hf. Sigurður Einarsson ráðinn forstjóri og Magnús Kristinsson aðstoðarforstjóri. Sameinaða fyrirtækið er hið þriðja til fjórða stærsta í sjávarútvegi.

1992 Frystihúsið flutt frá Strandvegi 28 að Strandvegi 102, í hús sem hafði verið í eigu Hraðfrystistöðvarinnar. Keypt ný flæðilína og önnur tæki. Seldir þrír bátar og fasteignir. Félagið hlýtur Coldwater-skjöldinn fyrir gæðaframleiðslu. Magnús Kristinsson og fjölskylda fara úr Ísfélaginu með hlutafélag sitt Tungu hf. og skipin Vestmannaey og Smáey. Hefur á ný rekstur Bergs-Hugins hf.

Björn Guðmundsson fv. stjórnarformaður lést 24. júní.

1991 Gagngerar endurbætur á frystihúsi félagsins. Skrifstofuhald Ísfélagsins og Bergs-Hugins hf. sameinað. Starfsmenn fyrirtækjanna um 170.


1961-1990

1990 Kristinn Pálsson lætur af formennsku og Magnús sonur hans tekur við. Magnús Bergsson, móðurafi nýja stjórnarformannsins, var stjórnarformaður frá endurskipulagningu félagsins 1956 til dauðadags 1961.

1989 Höfn hf. rennur saman við Ísfélag Vestmannaeyja hf.

1988 Tunga hf., sem feðgarnir Kristinn Pálsson og Magnús Kristinsson eru aðaleigendur að, eignast stóran hluta í Ísfélaginu. Með hlutafjárkaupum eignast þeir meirihluta.

1987 Ísfélagið gengur úr Samtogi og fær í sinn hlut togarana Gideon og Halkion. Það er ein stærsta togaraútgerð í Vestmannaeyjum og á auk einnig hlut í Bergey, Smáey og Vestmannaey. Hlutafélagið Höfn hf. stofnað um rekstur Halkions og Gideons. Einar Sigurjónsson lætur af forstjórastarfi og Eyjólfur Martinsson ráðinn framkvæmdastjóri.

1986 Björn Guðmundsson hættir eftir 30 ára setu í stjórn, þar af stjórnarformaður í 25 ár. Kristinn Pálsson tekur við.

1980 Miklir erfiðleikar. Öllu starfsfólki sagt upp frá og með 1. ágúst. Rekstur hófst aftur mánuði síðar.

1979 Fiskmóttökuhúsið í Þorlákshöfn selt. Ísfélagið gerist aðili að togaraútgerðinni Samtogi.

1978 Ísfélagið kaupir hlut Hugins í Berg-Huginn hf. og eignast 40% hlut í skuttogaranum Vestmannaey.

1977 Saltfiskhúsið stækkað. Togarinn Klakkur VE til landsins.

1975 Ísfélagið gerist aðili að Klakki hf, sameiginlegu félagi frystihúsanna í Eyjum um kaup og útgerð skuttogara. Togari smíðaður í Póllandi. Félagið eignast einnig hlut í Berg-Huginn hf.

1974 Aftur hafin móttaka á fiski í Vestmannaeyjum, í saltfiskverkun 25. janúar og til frystingar 31. janúar. Miklar breytingar gerðar á frystihúsinu í Eyjum. Tvö frystihús í rekstri, í Vestmannaeyjum og á Kirkjusandi, sem var þá stærsta framleiðslueining í eigu sama aðila í fiskiðnaði hér á landi. Samþykkt að hefja byggingu á saltfiskhúsi í stað þess sem fór undir hraun. Kirkjusandur seldur Sambandi íslenskra samvinnufélaga.

1973 Eldgos í Heimaey þann 23. janúar. Ísfélagið verður miðstöð björgunarumsvifa og verbúðir og matstofa notaðar fyrir björgunarmenn. Skrifstofa sett upp í Reykjavík. Hraun fer yfir nýjasta hús félagsins og ógnar eldri húsum. Ísfélagið kaupir húseignir Júpiter & Mars á Kirkjusandi í Reykjavík og tekur við rekstri þar 1. apríl. Stjórnarfundur 13. september samþykkir að félagið fari sjálft út í útgerð, sem er nýmæli í 72 ára sögu. Fiskmóttaka byggð í Þorlákshöfn. Ákveðið að hraða uppbyggingu í Eyjum að loknu gosi.

1970 Ísfélag Vestmannaeyja hf. hæsti skattgreiðandi Vestmannaeyjakaupstaðar.

1965 Verbúð byggð. Hafin smíði nýs saltfiskvinnsluhúss við Strandveg.

1961 Björn Guðmundsson kjörinn stjórnarformaður.


1931-1960

1958 Félagið eignast sína fyrstu flökunarvél.

1957 Hafist handa við auknar byggingarframkvæmdir og endurnýju tækja og véla. Tómas M. Guðjónsson andast.

1956 Tímamót urðu á aðalfundi þetta ár. Útgerðarmenn tíu báta gengu til liðs við félagið og lögðu fram 150 þúsund króna hlutafé á hvern bát. Ný stjórn kjörin, Magnús Bergsson stjórnarformaður.

1954 Fyrst hreyft hugmynd um byggingu verbúðar.

1947 Fyrsti áfangi nýja hússins kominn í notkun. Byggingu haldið áfram og keypt nýtt kælikerfi í frystihúsið.

1946 Hafist handa við byggingu nýs hraðfrystihúss.

1942 Ísfélagið meðal stofnenda Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og fær auðkennið H-2.

1940-45 Miklar breytingar á hafnarsvæðinu. Ísfélagið fær stærri lóð við höfnina.

1940 Byrjað að heilfrysta fisk.

1939 Ný stjórn kjörinn og Tómas M. Guðjónsson verður formaður. Þessi stjórn sat óbreytt í áratug og reyndist mjög dugmikil.

1938 Hafin bygging nýja hússins.

1937 Lögð á ráðin um kaup á stækkun frystihússins og kaup á hraðfrystitækjum sem anni 5 tonnum á sólarhring.

1935 Á vertíðinni skiptu 54 bátar við félagið. Enginn fékk keypta beitu sem ekki stóð í skilum eða setti veð.

1934 Samþykkt að kanna stækkun frystihússins, byggja ísgeymslu, fá tæki til ísframleiðslu og aðstöðu til geymslu á nýjum fiski.

1933 Á vetrarvertíð nemur beitusala um 5 tonnum á dag. Miklir rekstrarerfiðleikar vegna kreppu og ógreiddra skulda. Málaleitan enskra aðila um kaup á eignum félagsins hafnað. Jóhannes Brynjólfsson ráðinn framkvæmdastjóri.

1932 Ísfélagið tekur þátt í stofnun Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda [SÍF].

1931 Félagið tekur við lifur upp í beituskuldir. Tvö ný íshús rísa í samkeppni við Ísfélagið.


1901-1930

1930 Vélbátar á vertíð nær 100. Ákveðið að stækka frystihúsið um 220 m2. Járnvinda keypt til að lyfta frosinni síld úr kjallara upp á götuhæð.

1927 Gísli J. Johnsen segir af sér formennsku. Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri kosinn formaður.

1926 Engar skuldir fást greiddar, mikil fjárhagsvandræði. Útlán á kjöti stöðvuð.

1924 Gísli J. Johnsen mælir fyrir því á félagsfundi að formenn báta og útgerðarmenn gefi fé í sjóð til að byggja sjúkrahús í Vestmannaeyjum. Það varð að veruleika þremur árum síðar.

1923-4 Um 70 vélbátar gerðir út frá Eyjum.

1922 Stjórn heimilað að taka lán til að endurbæta frystihús og vélbúnað.

1920 Fyrsta olíuknúna aflvélin sett upp í frystihúsinu.

1915 Átakamikill félagsfundur og þrír stjórnarmenn segja af sér. Ákveðið að raflýsa byggingar félagsins með rafmagni frá Rafveitu Vestmannaeyja. Metár í sölu beitusíldar, 153 smálestir.

1914 Félagið ákveður að hætta að geyma kjöt, fisk og önnur matvæli fyrir almenning. Opnuð kjötverslun.

1912 Gísli J. Johnsen tekinn í sátt og gerður að formanni. Ákveðið að bæta vélakost og stækka frystihúsið.

1910 Ný lög samþykkt á aðalfundi. Ný stjórn kosin. Ákveðið að hefja kjötverslun.

1909 Félagið mjög skuldugt. Gísli J. Johnsen felldur úr stjórn, þrátt fyrir að hafa borið uppi reksturinn.

1908 Nýtt frystihús tók til starfa um áramótin og var fyrsta vélknúna frystihús á Íslandi. Aflvélar gasknúnar.

1907 Félagsstarfið í lægð, en haldið áfram útvegun beitusíldar. Aðalfundur samþykkti að kaupa frystivél og byggja nýtt frystihús.

1906 Formanni stjórnar falið að kanna kaup á kælivél.

1905 Erfiðleikar við útvegun beitusíldar og rekstrarörðugleikar.

1904 Vanhöld á greiðslum fyrir beitusíld, rekstur félagsins erfiður. Snjókofi byggður. Gísli J. Johnsen kjörinn formaður stjórnar.

1903 Íshússvörður ráðinn. Ís og snjó safnað í þegnskylduvinnu. Hafin geymsla á afla, auk beitu, í húsinu.

1902 Íshús byggt 220 m3 að stærð.

1901 Ísfélag Vestmannaeyja hf. stofnað þann 1. desember.


Sjá einnig:
Blik 1960/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, I. kafli, I. hluti
Blik 1960/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, I. kafli, II. hluti
Blik 1960/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, I. kafli, III. hluti
Blik 1961/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, II. kafli, I. hluti
Blik 1961/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, II. kafli, II. hluti
Blik 1961/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, II. kafli, III. hluti
Blik 1962/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, 3. kafli, fyrri hluti
Blik 1962/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, 3. kafli, síðari hluti
Blik 1971/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, 4. kafli, fyrri hluti
Blik 1971/Saga Ísfélags Vestmannaeyja, 4. kafli, síðari hluti