Dagmar Svala Runólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Dagmar Svala Runólfsdóttir.

Dagmar Svala Runólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 25. júlí 1952 í Reykjavík og lést 17. apríl 2018.
Foreldrar hennar voru Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923 á Reynivöllum við Kirkjuveg, d. 19. maí 2008, og kona hans Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. þar 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.

Börn Svölu og Dagbjarts:
1. Sigurjón Ómar Runólfsson, f. 23. desember 1947. Kona hans Auður Eiríksdóttir.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1949. Maður hennar Sigurður Rafn Jóhannsson.
3. Dagmar Svala Runólfsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1952. Maður hennar Guðjón Sigurbergsson.
4. Kristín Helga Runólfsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1955. Sambýlismaður hennar Ari Tryggvason.

Dagmar var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hún flutti til Eyja 16 ára gömul.
Hún vann skrifstofustörf í 30 ár, þar af síðustu 19 ár hjá Fosshótelum.
Hún söng í Samkór Vestmannaeyja, í Sönghóp ÁtVR (Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu) og loks í Mosfellskórnum síðastliðin 23 ár.
Þau Guðjón giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Vesturvegi 25b við Gos 1973, síðar við Búhamar 25.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu við Krosshamra.
Dagmar lést 2018.

I. Maður Dagmarar Svölu, (25. júlí 1970), er Guðjón Sigurbergsson rennismiður, iðnrekstrarfræðingur, véliðnfræðingur, f. 23. mars 1949 í Flatey á Breiðafirði.
Börn þeirra:
1. Rúnar Ingi Guðjónsson byggingafræðingur, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 14. júní 1969. Kona hans María Guðmundsdóttir byggingafræðingur.
2. Hjalti Guðjónsson, f. 11. desember 1974, d. 31. mars 1996, ókv., barnlaus.
3. Ómar Guðjónsson vinnur við persónugervingar í kvikmyndagerð, f. 28. ágúst 1977. Kona hans Kelli Arenburg, f. í Halifax á Nova Scotia.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.