Ritverk Árna Árnasonar/Jens Kristinsson (Miðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jens Kristinsson.

Kynning.

Jens Kristinsson sjómaður, beitningarmaður, verkamaður fæddist 13. september 1922 og lést 12. júní 2015.
Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson á Miðhúsum, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og kona hans Jensína María Matthíasdóttir, f. 16. febrúar 1892 í Kvívík í Færeyjum, d. 28. maí 1947.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Jens er ógiftur (1954, nóvember) og barnlaus.
Jens er lágur vexti, og smávaxinn, ljóshærður, skapléttur og skemmtilegur. Hann er snar og léttur í hreyfingum, fylginn sér og þolinn. Veiðimaður er Jens ágætur, enda þótt ungur sé í þeirri íþrótt, góður viðlegufélagi og ósérhlífinn og iðinn.
Eflaust á Jens eftir að þjálfast meir í veiðum og verða skeinuhættur keppinautur þeirra, sem eldri og æfðari eru í veiðistörfum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.