Tryggvi Kristinsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Tryggvi Kristinsson.

Tryggvi Kristinsson frá Miðhúsum, verkamaður fæddist 21. mars 1928 í Hólmgarði við Vestmannabraut 12 og lést 25. desember 1969.
Foreldrar hans voru Kristinn Ástgeirsson, sjómaður, útgerðarmaður, formaður, trillukarl, vigtarmaður, myndlistarmaður, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, og kona hans Jensína María Matthíasdóttir, fædd Nielsen, frá Færeyjum, húsfreyja, f. 16. febrúar 1892, d. 28. maí 1947.

Börn Jensínu og Kristins:
1. Jakob Matthías Kristinsson, f. 1. október 1916, d. 23. júní 1931.
2. Guðjón Kristinn Kristinsson vélstjóri, skipstjóri, f. 29. nóvember 1917, d. 28. mars 1975.
3. Valdimar Kristinsson verkamaður, síðast í Innri-Akraneshreppi, f. 8. nóvember 1919, d. 30. maí 1988.
4. Drengur, f. í júní 1921, d. 6. júlí 1921.
5. Jens Kristinsson sjómaður, beitningamaður, verkamaður, f. 13. september 1922, d. 12. júní 2015.
6. Ásgeir Kristinsson, f. 16. júní 1924, d. 9. nóvember 1929.
7. Finnbogi Kristinsson, f. 13. febrúar 1926, d. 11. desember 1926.
8. Tryggvi Kristinsson, f. 21. mars 1928, d. 25. desember 1969.
9. Kristinn Kristinsson sjómaður, f. 11. mars 1933, d. 1. janúar 1997.
Sonur Kristins Ástgeirssonar og Oktavíu Þórunnar Jóhannsdóttur:
10. Jóhann Kristinsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 9. janúar 1913, d. 13. október 1985.

Tryggvi var með foreldrum sínum.
Hann lést 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.