Ritverk Árna Árnasonar/Fyrsta bæjarstjórn í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Fyrsta Bæjarstjórn í Vestmannaeyjum


Í hinni fyrstu bæjarstjórn í Eyjum, er kosið var til samkv. 8. gr. laga, 18.nóv. 1918, voru þessir menn:

1. Gísli J. Johnsen kaupmaður C- listi
2. Páll Bjarnason skólastjóri C- listi
3. Högni Sigurðsson oddviti C- listi
4. Magnús Guðmundsson útgerðarmaður á Vesturhúsum C- listi
5. Jóhann. Þ. Jósefsson kaupmaður A- listi
6. Þórarinn Árnason bóndi á Oddsstöðum eystri A- listi
7. Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri E- listi
8. Eiríkur Ögmundsson E- listi

Á kjörskrá voru þá 850. Atkvæði greiddu 556. Ógildir seðlar voru 55.
Fyrsti bæjarstjórnarfundar var haldinn í Borg 14. febr. 1919.
Bæjarstjóraembættinu gegndi Karl Júlíus Einarsson sýslumaður. Gekk það í 3 ár eða til ársins 1923, en þá varð bæjarstjóri Kristinn lögfræðingur Ólafsson verslunarstjóra Arinbjarnarsonar og var bæjarstjóri til ársins 1929.
Þá varð bæjarstjóri Jóhann Gunnar lögfræðingur bróðir Kristins og var til ársins 1938.
Þá tók við Hinrik lögfræðingur Jónsson kaupfélagsstjóra Hinrikssonar og var hann bæjarstjóri til ársins 1946.
Þá komust vinstri flokkarnir í meirihluta í bæjarstjórn og varð þá bæjarstjóri Ólafur Á. Kristjánsson.

Síðastu sýslunefnd í Vestmannaeyjum skipuðu þessir menn:
Karl Einarsson sýslumaður,
Oddgeir Guðmundsen sóknarprestur,
Gísli J. Johnsen konsúll,
Magnús Guðmundsson útgerðarmaður á Vesturhúsum,
Jón Einarsson kaupmaður.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit