Hinrik G. Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Hinrik Jónsson)
Fara í flakk Fara í leit
Hinrik

Hinrik G. Jónsson fæddist 2. janúar 1908 í Vestmannaeyjum og var nefndur Hinrik Guðmundur. Foreldrar hans voru Jón Hinriksson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og kona hans Ingibjörg Rannveig Theódórsdóttir Mathiesen frá Hafnarfirði.

Hinrik lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1928 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1936. Hann var framkvæmdastjóri Kf. Fram í Eyjum 1929-1933. Málflutningsmaður í Vestmannaeyjum frá 1. júlí 1936 þar til hann var kosinn bæjarstjóri í mars 1938. Eftir bæjarstjórastörf sín vann hann við lögfræðistörf í Eyjum í tvö ár. Þá lá leið hans á Neskaupstað þar sem hann var bæjarfógeti í tvö ár. Hinrik var sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu árið 1949 og gegndi því embætti til æviloka.

Hann var í stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja 1930-1947 ásamt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum hér í Eyjum og á öðrum stöðum.

Kona Hinriks hét Unnur Magnúsdóttir. Hinrik lést 19. mars 1965.

Myndir


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.