Ritverk Árna Árnasonar/Arngrímur Sveinbjörnsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kynning.

Arngrímur Sveinbjörnsson á Kirkjubæ, (Grímur á Kirkjubæ), fæddist 17. júní 1868 og lést 11. febrúar 1937.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Þorleifsson bóndi í Ey í V-Landeyjum, f. 6. janúar 1837, d. 5. ágúst 1911 og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1833, d. 13. maí 1903.

Arngrímur var tveggja ára hjá foreldrum sínum í Ey 1870, 22 ára vinnumaður hjá Engilbert Engilbertssyni og Jórunni Austmann í Jómsborg 1890, en þar var Guðrún Jónsdóttir 29 ára vinnukona. Hann var húsmaður í Norðurgarði við giftingu 1896 og Guðrún var bústýra hjá honum.
Við manntal 1901 var Arngrímur 35 ára húsbóndi á einni jörðinni á Vilborgarstöðum með Guðrúnu Jónsdóttur konu sinni og barninu Engilbert 2 ára. Þar var einnig móðir Arngríms Halldóra Jónsdóttir 70 ára.
Við manntal 1910 var Arngrímur á einni jörðinni á Kirkjubæ, bóndi, sjómaður, háseti á vélbát. Guðrún var þar húsfreyja með börnin Engilbert og Salgerði Arngrímsbörn. Þar var einnig Ingiríður Einarsdóttir sögð móðir Arngríms, en átti að vera móðir Guðrúnar.
Þau hjón töldu þá tvö lifandi börn og tvö látin.
1920 voru þau Guðrún á Kirkjubæ með eitt barn, Salgerði.

Kona Arngríms, (20. nóvember 1896), var Guðrún Jónsdóttir, systir Einars í Norðurgarði, f. 27. mars 1862 í Dyrhólasókn í Mýrdal, d. 14. janúar 1939.
Börn Arngríms og Guðrúnar hér:
1. Engilbert Arngrímsson, f. 17. ágúst 1899, d. 14. maí 1920, drukknaði af smábát í Höfninni.
2. Sigurjón Arngrímsson, f. 25. október 1903, d. 2. nóvember 1903.
3. Salgerður Sveinbjörg Arngrímsdóttir, (Sala á Kirkjubæ) húsfreyja á Kirkjubæ, f. 20. október 1905, d. 25. mars 1981, kona Jóns Nikulássonar.

Arngríms er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.