Engilbert Arngrímsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Engilbert Arngrímsson frá Kirkjubæ fæddist 17. ágúst 1899 og drukknaði 14. maí 1920.
Foreldrar hans voru Arngrímur Sveinbjörnsson bóndi á Kirkjubæ, f. 17. júní 1868, d. 11. febrúar 1937, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1862, d. 14. janúar 1939.

Systir Engilberts var
Salgerður Sveinbjörg Arngrímsdóttir (Sala á Kirkjubæ), f. 20. október 1905, d. 25. mars 1981, kona Jóns Nikulássonar sjómanns.
Móðurbróðir Engilberts var
1. Einar Jónsson bóndi í Norðurgarði faðir
a) Einars Einarssonar þar.
Föðurfaðir Engilberts var
2. Sveinbjörn Þorleifsson í Brekkuhúsi faðir
a) Sigurðar föður
aa) Sigurjóns fisksala og
bb) Aðalheiðar í Hvammi konu Árna Finnbogasonar.

Engilbert var með foreldrum sínum stutta ævi. Hann drukknaði af smábát í Höfninni 1920.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.