Jón Nikulásson (Kirkjubæ)
Jón Nikulásson á Kirkjubæ, sjómaður fæddist 6. ágúst 1903 á Kljá í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og lést 1. júlí 1978.
Foreldrar hans voru Nikulás Þorsteinsson bóndi, f. 22. júní 1863 í Akureyjum á Breiðafirði, d. 1. mars 1914, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1867, d. 9. maí 1953.
Jón var með foreldrum sínum á Kljá fyrstu ár sín, síðast 1908, en var tökubarn í Hrísum í Helgafellssveit 1909 og enn 1914.
Hann var fluttur að Mölum í Bolungarvík til Guðnýjar móðursystur sinnar og manns hennar Péturs Oddssonar kaupmanns og var þar fósturbarn frá 1915.
Hann eignaðist barn með Mörtu Ólöfu 1937.
Jón fluttist til Eyja 1939, stundaði sjómennsku og var í áhöfn Herjólfs frá 1959 til starfsloka sinna.
Þau Salgerður (Sala á Kirkjubæ) giftu sig 1940, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, byggðu hús suðvestur af gamla bænum og bjuggu þar uns Gosið eyddi. Þá fluttust þau til Reykjavíkur, bjuggu í Hraunbæ 10.
Jón lést 1978 og Salgerður 1981.
I. Barnsmóðir Jóns var Marta Ólöf Stefánsdóttir, f. 1. mars 1905 í Efri-Hlíð í Helgafellssveit, Snæf., d. 31. desember 1993 á Selfossi. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannesson bóndi, f. 25. nóvember 1841 í Efri-Hlíð, d. 11. nóvember 1918, og kona hans Ólafía Hjálmrós Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1874 í Hrísdal í Miklaholtshreppi, Hnapp., d. 23. júní 1958.
Barn þeirra:
1. Sonja Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Brjánsstöðum í Grímsnesi, Árn., f. 9. nóvember 1937, d. 21. september 2016.
II. Kona Jóns, (26. mars 1940), var Salgerður Sveinbjörg Arngrímsdóttir húsfreyja, f. 20. október 1905 í Vestri-Staðarbæ, d. 25. mars 1981.
Barn þeirra:
1. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1940.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.