Reykdal Magnússon (Árbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðni Reykdal Magnússon frá Árbæ, sjómaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, umsjónarmaður fæddist 28. mars 1935 á Lundi.
Foreldrar hans voru Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, sjómaður, matsveinn, heilbrigðisfulltrúi, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962, og kona hans Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902 á Stokkseyri, d. 2. janúar 1992 í Keflavík.

Börn Jónínu Ágústu og Magnúsar Kristjáns:
1. Kristín Magnúsdóttir, tvíburi, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 24. október 1994.
2. Þórunn Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja, verkakona í Neskaupstað, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 15. febrúar 2013.
3. Margrét Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. janúar 1932 í Eyjum, d. 1. mars 2007.
4. Guðni Reykdal Magnússon sjómaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, umsjónarmaður, f. 28. mars 1935 í Eyjum.
Kjörbarn þeirra, sonur Þórunnar dóttur þeirra, er
5. Magnús Þór Magnússon í Garði, Gull., sjómaður, bifreiðastjóri, f. 15. janúar 1947 í Eyjum.

Reykdal var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður um árabil, fluttist til Keflavíkur 1953 og dvaldi þar tvö ár, en fluttist þá á Selfoss, var bifreiðastjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, síðan verkstjóri og umsjónarmaður flutningadeildar.
Þau Margrét giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau hafa lengst búið á Lyngheiði 8.

I. Kona Reykdals, (25. október 1958), er Margrét Ólafía Óskarsdóttir húsfreyja, starfskona við Sólvallaskóla á Selfossi, f. 27. nóvember 1938. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Óskar Sigurgeirsson bóndi á Sólbakka í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, Rang., f. 14. maí 1916 í Tobbakoti í Þykkvabæ, d. 27. júní 1990, og kona hans Sesselja Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1916 í Rifshalakoti í Ásahreppi, Rang., d. 29. júní 1974.
Börn þeirra:
1. Magnús Ninni Reykdalsson sölumaður, f. 18. maí 1970. Kona hans er Sóley Hólmarsdóttir.
2. Óskar Sesar Reykdalsson læknir, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, f. 15. janúar 1960. Kona hans er Bryndís Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Reykdal.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.