Magnús Þór Magnússon

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Þór Magnússon frá Árbæ, sjómaður, bifreiðastjóri fæddist þar 15. janúar 1947.
Foreldrar hans voru Kristján Guðni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi í Eyjum, f. 3. ágúst 1931 í Ólafsfirði, d. 15. desember 1983, og Þórunn Magnúsdóttir, síðar í Neskaupstað, f. 25. mars 1930, d. 15. febrúar 2013.
Kjörforeldrar Magnúsar voru móðurforeldrar hans, Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, sjómaður, matsveinn, heilbrigðisfulltrúi, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962, og kona hans Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902 á Stokkseyri, d. 2. janúar 1992 í Keflavík.

Börn Jónínu Ágústu og Magnúsar Kristjáns:
1. Kristín Magnúsdóttir, tvíburi, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 24. október 1994.
2. Þórunn Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja, verkakona í Neskaupstað, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 15. febrúar 2013.
3. Margrét Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. janúar 1932 í Eyjum, d. 1. mars 2007.
4. Guðni Reykdal Magnússon verkstjóri, umsjónarmaður, f. 28. mars 1935 í Eyjum.
Kjörbarn þeirra, sonur Þórunnar dóttur þeirra, er
5. Magnús Þór Magnússon í Garði, Gull., f. 15. janúar 1947 í Eyjum.

Önnur börn Þórunnar Magnúsdóttur:
1. Jón Hafdal Héðinsson útgerðarmaður á Höfn, f. 29. maí 1950 í Árbæ, Brekastíg 7a. Kona hans er Elín Þorvaldsdóttir.
2. Aðalheiður Hafdal Hávarðsdóttir, f. 9. júlí 1954. Barnsfaðir hennar var Sigurjón Björnsson. Maður hennar er Gunnar Gunnarsson.
3. Bjarni Hávarðsson, f. 9. júlí 1959. Kona hans er Fjóla Kristjánsdóttir.
4. Björg Hafdal Hávarðsdóttir, f. 10. júlí 1960. Fyrri maður hennar: Víðir Tarfur Þorgeirsson. Barnsfaðir hennar er Kolbeinn Hlöðversson.
5. Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson verkstjóri, kvikmyndagerðarmaður, f. 23. febrúar 1962. Kona hans er Lára Sigríður Thorarensen.
6-7. Andvana tvíburar.
Fósturbörn þeirra, dætur Kristínar systur Þórunnar og Aðalsteins Lárussonar, f. 27. febrúar 1920, d. 14. mars 1974:
8. Jóhanna Ósk Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1965. Hún býr á Spáni.
9. Aðalsteina Lára Aðalsteinsdóttir, húsfreyja, fráskilin, f. 11. mars 1967.
Einnig ólust upp að hluta hjá hjónunum:
10. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir og Aðalheiðar dóttur þeirra.
11. Þórunn Kristín Hafdal Kolbeinsdóttir og Bjargar dóttur þeirra.

Magnús ólst upp hjá móðurforeldrum sínum og fluttist með þeim til Keflavíkur. Hann var sjómaður, landverkamaður, síðan bifreiðastjóri og býr í Garðinum.

I. Kona Magnúsar Þórs er Matthildur Ingvarsdóttir úr Garðinum, húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. mars 1948. Foreldrar hennar voru Ingvar Júlíusson verkamaður, smiður, f. 5. desember 1912, d. 11. mars 1992, og kona hans Halldóra Jóna Valdimarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 2. júlí 1913, d. 4. desember 1995.
Börn þeirra:
1. Elmar Þór Magnússon bóndi á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, f. 13. mars 1973. Kona hans er Helga Valdís Jónsdóttir húsfreyja, bóndi.
2. Harpa Lind Magnúsdóttir rútubifreiðastjóri, f. 7. desember 1979.
3. Sigmar Víðir Magnússon bifreiðastjóri í Osló, f. 4. september 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.