Þórunn Magnúsdóttir (Árbæ)
Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja í Neskaupstað fæddist 25. mars 1930 á Svalbarði og lést 15. febrúar 2013 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, sjómaður, matsveinn, heilbrigðisfulltrúi, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962, og kona hans Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902 á Stokkseyri, d. 2. janúar 1992 í Keflavík.
Börn Jónínu Ágústu og Magnúsar Kristjáns:
1. Kristín Magnúsdóttir, tvíburi, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 24. október 1994.
2. Þórunn Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja, verkakona í Neskaupstað, f. 25. mars 1930 í Eyjum, d. 15. febrúar 2013.
3. Margrét Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. janúar 1932 í Eyjum, d. 1. mars 2007.
4. Guðni Reykdal Magnússon verkstjóri, umsjónarmaður, f. 28. mars 1935 í Eyjum.
Kjörbarn þeirra, sonur Þórunnar dóttur þeirra, er
5. Magnús Þór Magnússon í Garði, Gull., f. 15. janúar 1947 í Eyjum.
Þórunn var með foreldrum sínum í æsku. Hún eignaðist tvö börn fyrir giftingu, vann í Apótekinu og við Sjúkrahúsið.
Þórunn giftist Hávarði 1950. Þau eignuðust fjögur börn og tvö andvana fædd börn. Auk þess ólu þau upp Jón Hafdal Héðinsson, barn Þórunnar, og tvö börn Kristínar systur Þórunnar. Einnig ólust tvær dótturdætur hennar upp hjá henni um skeið.
Þau fluttust um 1952 til Keflavíkur, bjuggu þar skamma stund svo og á Höfn í Hornafirði, en lengst í Neskaupstað, á Hrauni við Reyðarfjörð 1975-1996 og áttu stutt skeið á Eskifirði.
Hávarður lést 1997 í Reykjavík. Þórunn fluttist til Eyja.
Hún lést 2013 á Sjúkrahúsinu.
I. Barnsfaðir hennar var Kristján Guðni Sigurjónsson. sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, fiskverkandi í Eyjum, f. 3. ágúst 1931 í Ólafsfirði, d. 15. desember 1983.
Barn þeirra:
1. Magnús Þór Magnússon sjómaður, bifreiðastjóri, kjörbarn móðurforeldra sinna, f. 15. janúar 1947 í Árbæ, Brekastíg 7a. Kona hans er Matthildur Ingvarsdóttir.
II. Barnsfaðir Þórunnar var Héðinn Þorberg Valdimarsson, f. 19. nóvember 1929, d. 18. september 1987.
Barn þeirra:
2. Jón Hafdal Héðinsson útgerðarmaður á Höfn, f. 29. maí 1950 á Brekastíg 7a. Kona hans er Elín Þorvaldsdóttir.
III. Maður Þórunnar, (23. desember 1950), var Þórarinn Hávarður Bergþórsson, vélstjóri, stýrimaður, f. 2. febrúar 1921 í Neskaupstað, síðast til heimilis á Eskifirði, d. 7. apríl 1997 á Landspítalanum.
Börn þeirra:
3. Aðalheiður Hafdal Hávarðsdóttir, f. 9. júlí 1954. Barnsfaðir hennar var Sigurjón Björnsson. Maður hennar er Gunnar Gunnarsson.
4. Bjarni Hávarðsson, f. 9. júlí 1959. Kona hans er Fjóla Kristjánsdóttir.
5. Björg Hafdal Hávarðsdóttir, f. 10. júlí 1960. Fyrri maður hennar: Víðir Tarfur Þorgeirsson. Barnsfaðir hennar er Kolbeinn Hlöðversson.
6. Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson verkstjóri, kvikmyndagerðarmaður, f. 23. febrúar 1962. Kona hans er Lára Sigríður Thorarensen.
7.-8. Andvana tvíburar.
Fósturbörn þeirra, dætur Kristínar systur Þórunnar og Aðalsteins Lárussonar, f. 27. febrúar 1920, d. 14. mars 1974:
9. Jóhanna Ósk Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1965. Hún býr á Spáni.
10. Aðalsteina Lára Aðalsteinsdóttir, húsfreyja, fráskilin, f. 11. mars 1967.
Einnig ólust upp að hluta hjá hjónunum:
11. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir og Aðalheiðar dóttur þeirra.
12. Þórunn Kristín Hafdal Kolbeinsdóttir og Bjargar dóttur þeirra.
IV. Sambúðarmaður Þórunnar var Arnmundur Óskar Þorbjörnsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 22. febrúar 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.