Ragnhildur Runólfsdóttir (Arnarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Árnason og Ragnhildur Runólfsdóttir.

Ragnhildur Runólfsdóttir frá Suður-Fossi í Mýrdal, húsfreyja í Eyjum og í Hólmi í A.-Landeyjum fæddist 26. október 1888 á Suður-Fossi og lést 5. desember 1986 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson bóndi, f. 6. mars 1857, d. 22. nóvember 1924, og kona hans Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1858, d. 18. janúar 1897.

Börn Guðnýjar og Runólfs í Eyjum:
1. Ragnhildur Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. október 188, d. 5. desember 1986.
2. Guðjón Runólfsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 25. desember 1895 á Suður-Fossi, d. 21. júní 1951 í Eyjum.

Ragnhildur var með foreldrum sínum á Suður-Fossi í Mýrdal til 1903, var vinnukona í Reynisholti þar 1903-1908, í Sólheimakoti þar 1908-1909, í Eyjarhólum 1909-1911.
Hún fór til Eyja 1911.
Þau Jón giftu sig 1915 í Eyjum, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Sæbergi við Urðaveg 9 og á Arnarhóli við Faxastíg 10, fluttust að Hólmi í A.-Landeyjum 1921, bjuggu þar til 1946, en flutti síðar til Reykjavíkur.
Jón lést 1964 og Ragnhildur 1986.


I. Maður Ragnhildar, (18. september 1915), var Jón Árnason frá Skíðbakka í A.-Landeyjum, bóndi í Hólmi, hreppsnefndarmaður, formaður Búnaðarfélags A.-Landeyja, f. 7. mars 1885 á Skíðbakka, d. 14. október 1964 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ragnar Hólm Jónsson terrasólagningamaður í Reykjavík, f. 27. desember 1914, d. 9. júní 2001. Kona hans Sigríður Jónsdóttir, látin.
2. Guðmundur Jónsson bóndi í Hólmi, 26. febrúar 1916, d. 19. júlí 1964. Kona hans Gróa Kristjánsdóttir.
3. Ingólfur Jónsson bókhaldari, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 25. júní 1920, d. 13. janúar 2015. Kona hans Ingibjörg Björgvinsdóttir.
4. Ólafur Tryggvi Jónsson málarameistari og bóndi í Hemlu í V.-Landeyjum, f. 29. maí 1922, d. 3. desember 2009. Kona hans Magnea Helga Ágústsdóttir.
5. Árni Jónsson óperusöngvari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. maí 1926, d. 29. júlí 2008. Fyrrum kona hans Sjöfn Sigurjónsdóttir. Kona hans Bjarney Valgerður Tryggvadóttir.
6. Ásta Guðlaug Jónsdóttir hússtjórnarkennari í Reykjavík, f. 16. ágúst 1927. Maður hennar Arnljótur Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.