Ragnar Hólm Jónsson
Ragnar Hólm Jónsson terrasolagningamaður fæddist 27. desember 1914 í Eyjum og lést 9. júní 2001.
Foreldrar hans voru Jón Árnason sjómaður, síðar bóndi á Hólmi í A.-Landeyjum, f. 7. mars 1885 á Skíðbakka þar, d. 19. júlí 1964, og kona hans Ragnhildur Runólfsdóttir frá Suður-Fossi í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 26. október 1888, d. 5. desember 1986 í Reykjavík.
Börn Ragnhildar og Jóns:
1. Ragnar Hólm Jónsson terrasólagningamaður í Reykjavík, f. 27. desember 1914 í Eyjum, d. 9. júní 2001. Kona hans Sigríður Jónsdóttir, látin.
2. Guðmundur Jónsson bóndi í Hólmi í A.-Landeyjum, f. 26. febrúar 1916 á Sæbergi, d. 19. júlí 1964. Kona hans Gróa Kristjánsdóttir.
3. Ingólfur Jónsson bókhaldari, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 25. júní 1920 á Arnarhóli, d. 13. janúar 2015. Kona hans Ingibjörg Björgvinsdóttir.
4. Ólafur Tryggvi Jónsson málarameistari og bóndi í Hemlu í V.-Landeyjum, f. 29. maí 1922, d. 3. desember 2009. Kona hans Magnea Helga Ágústsdóttir.
5. Árni Jónsson óperusöngvari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. maí 1926, d. 29. júlí 2008. Fyrrum kona hans Sjöfn Sigurjónsdóttir. Kona hans Bjarney Valgerður Tryggvadóttir.
6. Ásta Guðlaug Jónsdóttir hússtjórnarkennari í Reykjavík, f. 16. ágúst 1927. Maður hennar Arnljótur Sigurjónsson.
Ragnar var með foreldrum sínum.
Hann var terrasolagningamaður lengst á starfsævi sinni. Síðar vann hann lagerstörf hjá Jötni.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu hús við Langholtsveg 2 í Reykjavík og bjuggu þar lengst.
Sigríður lést 1992 og Ragnar 2001.
I. Kona Ragnars var Sigríður Melkjörína Jónsdóttir frá Geirshlíð í Flókadal, Borgarf., húsfreyja, f. 10. júní 1923, d. 16. janúar 1992. Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi, f. 13. júní 1887, d. 26. október 1964, og kona hans Vilborg Jóhannesdóttir frá Skáney í Reykholtsdal, húsfreyja, f. 19. ágúst 1885, d. 24. ágúst 1984.
Börn þeirra:
1. Vilborg Ragnarsdóttir Schram, f. 13. október 1948. Maður hennar Friðrik Schram.
2. Ragnhildur Ragnarsdóttir Engstbraten, f. 4. október 1950. Maður hennar Olaf Engsbraten.
3. Jón Ragnarsson, f. 12. október 1952. Kona hans Arndís Jósefsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Morgunblaðið 17. júní 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.