Jón Árnason (Arnarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Árnason og Ragnhildur Runólfsdóttir.

Jón Árnason frá Skíðbakka í A.-Landeyjum, bóndi, á Hólmi í A.-Landeyjum, sjómaður fæddist þar 7. mars 1885 á Skíðbakka og lést 14. október 1964 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Árni Ólafsson bóndi á Hómi, f. 30. október 1860 á Hólmi, d. 19. nóvember 1952, og kona hans Ingibjörg Atladóttir frá Ey í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 31. janúar 1852, d. 14. desember 1929.

Jón var með foreldrum sínum í Hólmi í æsku.
Hann var hreppsnefndarmaður 1934-1946, formaður Búnaðarfélags A.-Landeyja 1923-1944.
Hann eignaðist barn með Oddnýju 1904.
Þau Ragnhildur giftu sig 1915, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Sæbergi við Urðaveg 9 og á Arnarhóli við Faxastíg 10, fluttust að Hólmi í A.-Landeyjum 1921, bjuggu þar til 1946, en flutti síðar til Reykjavíkur.
Jón lést 1964 og Ragnhildur 1986.

I. Barnsmóðir Jóns var Oddný Erlendsdóttir, síðar húsfreyja í Dvergasteini og Bjarmalandi, f. 11. október 1883 á Skíðbakka í A.-Landeyjum, d. 9. ágúst 1969 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Magnea Jónsdóttir, f. 10. apríl 1904, d. 23. desember 1908.

II. Kona Jóns, (18. september 1915), var Ragnhildur Runólfsdóttir húsfreyja í Eyjum og í Hólmi, f. 26. október 1888 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 5. desember 1986 í Reykjavík.
Börn þeirra:
2. Ragnar Hólm Jónsson terrasólagningamaður í Reykjavík, f. 27. desember 1914, d. 9. júní 2001. Kona hans Sigríður Jónsdóttir, látin.
3. Guðmundur Jónsson bóndi í Hólmi, 26. febrúar 1916, d. 19. júlí 1964. Kona hans Gróa Kristjánsdóttir.
4. Ingólfur Jónsson bókhaldari, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 25. júní 1920, d. 13. janúar 2015. Kona hans Ingibjörg Björgvinsdóttir.
5. Ólafur Tryggvi Jónsson málarameistari og bóndi í Hemlu í V.-Landeyjum, f. 29. maí 1922, d. 3. desember 2009. Kona hans Magnea Helga Ágústsdóttir.
6. Árni Jónsson óperusöngvari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. maí 1926, d. 29. júlí 2008. Fyrrum kona hans Sjöfn Sigurjónsdóttir. Kona hans Bjarney Valgerður Tryggvadóttir.
7. Ásta Guðlaug Jónsdóttir hússtjórnarkennari í Reykjavík, f. 16. ágúst 1927. Maður hennar Arnljótur Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.