Ingólfur Jónsson (Arnarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingólfur Jónsson.

Ingólfur Jónsson frá Arnarhóli við Faxastíg 10, bókhaldari, framkvæmdastjóri fæddist þar 25. júní 1920 og lést 13. janúar 2015.
Foreldrar hans voru Jón Árnason sjómaður, síðar bóndi á Hólmi í A.-Landeyjum, f. 7. mars 1885 á Skíðbakka þar, d. 19. júlí 1964, og kona hans Ragnhildur Runólfsdóttir frá Suður-Fossi í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 26. október 1888, d. 5. desember 1986 í Reykjavík.

Börn Ragnhildar og Jóns:
1. Ragnar Hólm Jónsson terrasólagningamaður í Reykjavík, f. 27. desember 1914, d. 9. júní 2001. Kona hans Sigríður Jónsdóttir, látin.
2. Guðmundur Jónsson bóndi í Hólmi í A.-Landeyjum, f. 26. febrúar 1916 á Sæbergi, d. 19. júlí 1964. Kona hans Gróa Kristjánsdóttir.
3. Ingólfur Jónsson bókhaldari, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 25. júní 1920 á Arnarhóli, d. 13. janúar 2015. Kona hans Ingibjörg Björgvinsdóttir.
4. Ólafur Tryggvi Jónsson málarameistari og bóndi í Hemlu í V.-Landeyjum, f. 29. maí 1922, d. 3. desember 2009. Kona hans Magnea Helga Ágústsdóttir.
5. Árni Jónsson óperusöngvari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. maí 1926, d. 29. júlí 2008. Fyrrum kona hans Sjöfn Sigurjónsdóttir. Kona hans Bjarney Valgerður Tryggvadóttir.
6. Ásta Guðlaug Jónsdóttir hússtjórnarkennari í Reykjavík, f. 16. ágúst 1927. Maður hennar Arnljótur Sigurjónsson.

Ingólfur var með foreldrum sínum, á Arnarhóli og á Hólmi í A.-Landeyjum.
Hann nam í Bréfaskóla SÍS.
Ingólfur vann alla starfsævi sína hjá Mjólkursamsölunni, lengst við bókhald og störf tengd því. Hann stofnaði ásamt fleiri og rak fyrirtækið Byggingaframkvæmdir sf., sem byggði og seldi íbúðablokkir í Safamýri og Breiðholti.
Hann var einn af stofnendum Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar og stýrði honum lengi, og vann að framfara- og félagsmálum Rangæingafélagsins í Reykjavík og var formaður þess um skeið, síðar heiðursfélagi.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Ingólfur lést 2015.

I. Kona Ingólfs er Ingibjörg Björgvinsdóttir frá Bólstað í A.-Landeyjum, f. 30. september 1924. Foreldrar hennar voru Björgvin Filippusson bóndi, síðar starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, f. 1. desember 1896, d. 6. nóvember 1987, og kona hans Jarþrúður Pétursdóttir frá Högnastöðum í Helgustaðahreppi, S.-Múl., f. 28. mars 1897, d. 16. mars 1971.
Börn þeirra:
1. Óli Baldur Ingólfsson, f. 9. nóvember 1944. Fyrrum kona hans Rós Bender. Kona hans Vigdís Ástríður Jónsdóttir.
2. Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir, f. 18. september 1946. Maður hennar Bragi Halldórsson.
3. Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir, f. 30. júní 1958. Maður hennar Helgi Grímsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 28. janúar 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.