Ragnar Linnet

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hans Ragnar Linnet.

Hans Ragnar Linnet frá Tindastóli, aðalgjaldkeri fæddist 31. maí 1924 á Sauðárkróki og lést 23. maí 2014 í Sydney í Ástralíu.
Foreldrar hans voru Júlíus Kristján Linnet bæjarfógeti, f. 1. febrúar 1881, d. 11. september 1958, og kona hans Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1890, d. 29. apríl 1968.

Börn Jóhönnu og Kristjáns:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður,, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, síðar í Ástralíu, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet, f. 1. september 1925, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Uppeldisdóttir hjónanna:
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1940, lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1944.
Ragnar starfaði hjá Olíuverslun Íslands og var að síðustu aðalgjaldkeri þar. Hann flutti til Ástralíu 1969, var skrifstofumaður hjá Essó og rak bensínstöð um skeið í Perth.
Þau Guðlín giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn og Ragnar gekk syni Guðlínar í föðurstað.
Hann lést 2014.

I. Kona Ragnars, (10. október 1959), er Guðlín Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1935. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Brynjólfsson, f. 15. ágúst 1907, d. 12. október 1987, og Sigurást Guðvarðsdóttir, f. 14. maí 1910, d. 6. mars 1978.
Börn þeirra:
1. ElísabetLinnet, f. 1961, gift í Ástralíu.
2. Jóhanna Linnet, f. 24. júní 1962, d. 5. janúar 2000. Hún var gift í Ástralíu.
3. Ylja Björk Linnet, f. 21. september 1967, gift í Ástralíu.
Sonur Guðlínar og fóstursonur Ragnars:
4. Þorvaldur Brynjólfur Helgason, f. 16. ágúst 1955. Kona hans Lee Ann Johnstone.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.