Karl Linnet

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stefán Karl Linnet.

Stefán Karl Linnet frá Tindastóli, loftskeytamaður, ljósmyndari, útsendingarstjóri RÚV, framkvæmdastjóri fæddist 19. nóvember 1922 á Sauðárkróki og lést 10. maí 2014.
Foreldrar hans voru Júlíus Kristján Linnet sýslumaður, bæjarfógeti, f. 1. febrúar 1881, d. 11. september 1958, og kona hans Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1890, d. 29. apríl 1968.

Börn Jóhönnu og Kristjáns:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður,, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet, f. 31. maí 1924, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Uppeldisdóttir hjónanna:
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.

Stefán Karl var með foreldrum sínum í æsku, var í sveit á Kleifum í Gilsfirði á sumrum. Hann flutti til Eyja með foreldrum sínum 1924.
Hann lauk prófi í Loftskeytaskólanum í Reykjavík 1941, var loftskeytamaður á togurum.
Stefán Karl var við nám og störf í Bandaríkjunum á stríðsárunum, vann þar hjá bandarískri stjórnstöð, en hóf störf hjá Ríkisútvarpinu 1946, var magnaravörður, útsendingarstjóri, vann síðar við hljóðritun og afritun og varðveislu gamals útvarpsefnis, ýmissa þátta og efnis frá fyrri tíð, sem geymt er í fórum Ríkisútvarpsins.
Hann var framkvæmdastjóri Hermes lyfjaheildverslunarinnar í mörg ár og rak heildverslunina Linnets, s.f. á heimili sínu.
Þau Elín giftu sig 1957, eignuðust tvö börn. Auk þess fóstraði Stefán tvær dætur Elínar.
Stefán Karl lést 2014.

I. Kona Stefáns Karls, (2. ágúst 1957), var Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1930, d. 4. desember 2005. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason, f. 15. maí 1888, d. 28. ágúst 1974, og Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 23. júní 1893, d. 31. júlí 1972.
Börn þeirra:
1. Kristján Karl Stefánsson Linnet, f. 1. nóvember 1957. Barnsmóðir Sigrún Finnsdóttir. Kona hans Sigríður Anna Guðbrandsdóttir.
2. Sigurður Karl Stefánsson Linnet, f. 14. janúar 1959. Kona hans Erla Einarsdóttir.
Stjúpdætur Stefáns Karls, dætur Elínar og Júlíusar Gestssonar:
3. Sigríður Sigurlaug Júlíusdóttir, f. 9. maí 1951. Fyrrum maður hennar Cohagen.
4. Helga Júlíusdóttir, f. 5. júní 1952. Maður hennar Arnfinnur Róbert Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 19. nóvember 1992. Afmælisgrein, og 21. maí 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.