Bjarni Linnet

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet.

Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet póst- og símstöðvarstjóri fæddist 1. september 1925 í Valhöll við Strandveg 43a og lést 6. september 2013.
Foreldrar hans voru Júlíus Kristján Linnet bæjarfógeti, f. 1. febrúar 1881, d. 11. september 1958, og kona hans Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1890, d. 29. apríl 1968.

Börn Jóhönnu og Kristjáns:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet póst- og símstöðvarstjóri, f. 1. september 1925, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Fósturdóttir var
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann lengst hjá Pósti & síma, var fulltrúi í Hafnarfirði, póst- og símstöðvarstjóri í Eyjum, á Egilsstöðum og síðast í Kópavogi.
Hann átti sterkan þátt í frjálsum íþróttum, var Íslandsmeistari í stangarstökki, var virkur í skáklífinu, vann þar til verðlauna. Hann kenndi skák í skólum, var einn af stofnendum Tafl- og bridgeklúbbs Reykjavíkur, endurreisti Skákfélag Hafnarfjarðar og var formaður þess í mörg ár. Þá var hann einn af stofnendum Riddarans-Bjarna riddara, skákklúbbs eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu.
Þau Ingibjörg Ragnheiður giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn.
Bjarni lést 2013 og Ingibjörg Ragnheiður 2022.

I. Kona Bjarna, (3. maí 1958), var Ingibjörg Ragnheiður Björnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, læknaritari, f. 14. september 1925 í Ásum í Skaftártungu, V-Skaft., d. 19. desember 2021. Foreldrar hennar voru Björn Hannes Ragnar Björnsson (Björn O. Björnsson) prestur, náttúrufræðingur, f. 21. janúar 1895, d. 29. september 1975, og kona hans Guðríður Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1901, d. 12. apríl 1973.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 25. ágúst 1958, d. 25. ágúst 1958.
2. Jóhanna Guðríður Linnet söngkona, söngkennari, f. 5. mars 1960. Maður hennar Kristján Bjarnar Ólafsson.
3. Ragnheiður Linnet söngkona, blaðamaður, f. 7. september 1962. Maður hennar Runólfur Pálsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.