Elísabet Linnet

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elísabet Lilja Linnet frá Tindastóli, húsfreyja fæddist 1. nóvember 1920 á Sauðárkróki og lést 8. september 1997 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Júlíus Kristján Linnet sýslumaður, bæjarfógeti, f. 1. febrúar 1881, d. 11. september 1958, og kona hans Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1890, d. 29. apríl 1968.

Börn Jóhönnu og Kristjáns:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður, útsendingarstjóri RÚV, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet, f. 31. maí 1924, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Uppeldisdóttir hjónanna:
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.

Elísabet var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1924.
Þau Svavar giftu sig, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Þau Gunnar Dal giftu sig, bjuggu saman í um 20 ár. Elísabet lést 1997 og Gunnar Dal 2011.

I. Maður Elísabetar Lilju, (skildu), var Svavar Ólafsson klæðskerameistari í Reykjavík, f. 7. ágúst 1919, d. 14. janúar 2007. Foreldrar hans voru Ólafur Gísli Magnússon sjómaður, skipstjóri, f. 23. september 1893, d. 24. mars 1961, og Guðrún Halldórsdóttir, f. 16. maí 1894, d. 8. september 1921.
Börn þeirra:
1. Guðrún Svava Svavarsdóttir, f. 22. desember 1944. Barnsfeður hennar Leifur Jóelsson og Þorsteinn Jónsson. Fyrrum maður hennar Þorsteinn frá Hamri. Maður hennar Sigurður Guðni Karlsson.
2. Kristján Jóhann Svavarsson, f. 29. október 1947. Barnsmóðir hans Elín Kristófersdóttir. Fyrrum kona hans Þuríður Davíðsdóttir.
3. Hlíf Svavarsdóttir, f. 24. desember 1949. Fyrrum maður hennar Hreinn Friðfinnsson. Maður hennar Maarten M. van der Valk.
4. Edda Sigurðardóttir, f. 6. júní 1951. Hún var ættleidd af Önnu Kristínu Linnet systur Elísabetar og Sigurði Óskari Jónssyni. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Daníelsson. Fyrrum maður hennar Bjarni Guðmundsson. Maður hennar Árni Einarsson.

II. Síðari maður Elísabetar Lilju var Gunnar Dal rithöfundur, heimspekingur, f. 4. júní 1923, d. 22. ágúst 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.