Rúnar Guðjónsson (Klauf)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rúnar Guðjónsson.

Rúnar Guðjónsson frá Sólheimatungu við Brekastíg 14, bóndi, verkamaður fæddist þar 26. ágúst 1933 og lést 20. maí 2017 á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.
Foreldrar hans voru Guðjón Karlsson frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 27. nóvember 1901, drukknaði 15. maí 1966, og kona hans Sigríður Markúsdóttir frá Valstrýtu í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 26. september 1902, d. 13. ágúst 1993.

Börn Sigríðar og Guðjóns:
1. Karl Guðmundur Guðjónsson tollvörður, bjó í Svíþjóð, f. 21. nóvember 1928 í Sóheimatungu, d. 30. nóvember 2020. Kona hans Siv Karlsson.
2. Sjöfn Guðjónsdóttir, húsfreyja, f. 22. febrúar 1930 í Sólheimatungu. Maður hennar Steinar Magnússon.
3. Þórarinn Aðalsteinn Guðjónsson stýrimaður, f. 12. ágúst 1931 í Sólheimatungu. Kona hans Erla Jónasdóttir.
4. Rúnar Guðjónsson bóndi í Klauf í V.-Landeyjum, síðar á Hvolsvelli, f. 26. ágúst 1933 í Sólheimatungu, d. 20. maí 2017. Kona hans Hildur Ágústsdóttir.
5. Eygló Guðjónsdóttir, f. 12. febrúar 1935 í Sólheimatungu. Maður hennar Halldór Alexandersson.
6. Markús Sigurður Guðjónsson sjómaður, f. 15. janúar 1938 í Sólheimatungu, síðast í Fljótshlíð, d. 28. desember 1966.
7. Hrefna Guðjónsdóttir húsfreyja á Æsustöðum í Eyjafirði, f. 21. janúar 1940 í Sólheimatungu, d. 30. september 2006. Maður hennar Smári Steingrímsson.
8. Sigríður Guðjónsdóttir gjaldkeri, f. 16. júlí 1941 í Sólheimatungu. Maður hennar Jón Lárusson.
9. Garðar Guðjónsson, f. 20. ágúst 1942 í Sólheimatungu.

Rúnar var með foreldrum sínum í Eyjum, flutti með þeim til Reykjavíkur 12 ára gamall. Hann var 14 sumur í sveit að Núpi u. Eyjafjöllum hjá Sigurði Ólafssyni bónda og Guðrúnu Auðunsdóttur húsfreyju meðan hún lifði, síðan hjá Sigurði og börnum þeirra.
Hann sótti á vertíðum til Eyja, vann hjá Sláturfélagi Suðurlands við haustslátrun fram á áttræðisaldur.
Þau Hildur giftu sig 1957, eignuðust níu börn. Þau bjuggu í fyrstu hjá foreldrum hennar í Sigluvík í V.-Landeyjum, hófu búskap í Klauf þar 1958 og fluttu þangað 1961, bjuggu þar til 2005, er þau fluttu á Hvolsvöll. Þau bjuggu á Gilsbakka, en fluttu síðan á Kirkjuhvol.
Rúnar lést 2017 og Hildur 2020.

I. Kona Rúnars, (26. maí 1957), var Hildur Ágústsdóttir frá Sigluvík í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 13. október 1935, d. 28. júní 2020.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ágúst Rúnarsson, f. 8. maí 1955. Kona hans Lára Ólafsdóttir.
2. Guðjón Rúnarsson, f. 6. mars 1957. Kona hans Sandra D. Georgsdóttir.
3. Þórdís Jóna Rúnarsdóttir, f. 18. júlí 1958. Maður hennar Skúli Guðmundsson.
4. Magnús Rúnarsson, f. 27. apríl 1961. Kona hans Elísabet Ó. Helgadóttir.
5. Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, f. 22. febrúar 1964. Maður hennar Steindór V. Reyndal.
6. Ágúst Rúnarsson, f. 18. apríl 1966. Fyrrum sambúðarkona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Kona hans Rósa Emilsdóttir.
7. Rúnar Smári Rúnarsson, f. 18. apríl 1970.
8. Sævar Rúnarsson, f. 22. ágúst 1977. Kona hans M. Sóley Sigmarsdóttir.
9. Sigurbára Rúnarsdóttir, f. 6. október 1980. Maður hennar Einar Hjálmarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.