Hrefna Guðjónsdóttir (Sólheimatungu)
Hrefna Guðjónsdóttir frá Sólheimatungu, húsfreyja fæddist þar 21. janúar 1940 og lést 30. september 2006. Foreldrar hans voru Guðjón Karlsson frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 27. nóvember 1901, drukknaði 15. maí 1966, og kona hans Sigríður Markúsdóttir frá Valstrýtu í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 26. september 1902, d. 13. ágúst 1993.
Börn Sigríðar og Guðjóns:
1. Karl Guðmundur Guðjónsson tollvörður, bjó í Svíþjóð, f. 21. nóvember 1928 í Sóheimatungu, d. 30. nóvember 2020. Kona hans Siv Karlsson.
2. Sjöfn Guðjónsdóttir, húsfreyja, f. 22. febrúar 1930 í Sólheimatungu við Brekastíg 14. Maður hennar Steinar Magnússon.
3. Þórarinn Aðalsteinn Guðjónsson stýrimaður, f. 12. ágúst 1931 í Sólheimatungu. Kona hans Erla Jónasdóttir.
4. Rúnar Guðjónsson bóndi í Klauf í V.-Landeyjum, síðar á Hvolsvelli, f. 26. ágúst 1933 í Sólheimatungu, d. 20. maí 2017. Kona hans Hildur Ágústsdóttir.
5. Eygló Guðjónsdóttir, f. 12. febrúar 1935 í Sólheimatungu. Maður hennar Halldór Alexandersson.
6. Markús Sigurður Guðjónsson sjómaður, f. 15. janúar 1938 í Sólheimatungu, síðast í Fljótshlíð, d. 28. desember 1966.
7. Hrefna Guðjónsdóttir húsfreyja á Æsustöðum í Eyjafirði, f. 21. janúar 1940 í Sólheimatungu, d. 30. september 2006. Maður hennar Smári Steingrímsson.
8. Sigríður Guðjónsdóttir gjaldkeri, f. 16. júlí 1941 í Sólheimatungu. Maður hennar Jón Lárusson.
9. Garðar Guðjónsson, f. 20. ágúst 1942 í Sólheimatungu.
Hrefna var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti.
Hrefna vann á Englandi og í Danmörku um skeið, síðan hér á landi ýmis verslunarstörf. Þau Smári fluttu til Svíþjóðar 1969, giftust þar 1970. Þau eignuðust þrjú börn. Þau fluttu að Æsustöðum í Eyjafirði og tóku þar við búi foreldra hans.
Hrefna lést 2006 og Smári 2018.
I. Maður Hrefnu, (1970), var Auðunn Smári Steingrímsson bóndi, f. 4. janúar 1945, d. 18. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Steingrímur Níelsson frá Æsustöðum í Eyjafirði, bóndi, f. 17. október 1912, d. 28. ágúst 2001, og kona hans Sigríður Jónína Pálmadóttir frá Gnúpufelli í Eyjafirði, húsfreyja, f. 1. oktíober 1919, d. 2. september 2005.
Börn þeirra:
1. Steingrímur Smárason, f. 13. júní 1970. Kona hans Drífa Úlfarsdóttir.
2. Hanna Sigríður Smáradóttir, f. 14. október 1971. Sambúðarmaður Arnar Arngrímsson.
3. Auður Smáradóttir, f. 12. apríl 1976. Sambúðarmaður Indriði I. Stefánsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 12. október 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.