Ársæll Karlsson (vélstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ársæll Karlsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, vélstjóri fæddist 21. desember 1915 og lést 26. október 1990.
Faðir hans var Guðmundur Karl bóndi og formaður á Gamla-Hrauni, síðar í Laufási á Stokkseyri, sem hann byggði, f. 28. maí 1892, d. 10. júlí 1929, Guðmundsson trésmiðs á Gamla-Hrauni, f. 17. mars 1855, d. 25. nóvember 1917, Jenssonar vinnumanns í Fljótshlíð, f. 1826, Guðmundssonar og barnsmóður Jens, Ingibjargar, búandi hjá foreldrum sínum á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1855, f. 1823, Einarsdóttur.
Móðir Guðmundar Karls og kona Guðmundar Jenssonar var Sigríður húsfreyja, f. 22. september 1851, d. 20. febrúar 1911, Tómasdóttir bónda í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 24. febrúar 1824, Ólafssonar, og konu hans, Þuríðar húsfreyju, f. 24. maí 1821, d. 4. október 1889, Nikulásdóttur.

Móðir Ársæls var Sesselja húsfreyja, f. 26. febrúar 1892, d. 8. september 1977, Jónsdóttir bónda víða, en í Dalalandsparti í Húsavík í N-Múl 1890, f. 13. júlí 1853, drukknaði 6. október 1897, Björnssonar bónda í Miðbæ í Norðfirði, f. 1822, d. 15. desember 1889, Jónssonar, og konu Björns í Miðbæ, Halldóru húsfreyju, f. 1827, d. 23. nóvember 1869, Sigurðardóttur.
Móðir Sesselju og kona Jóns í Dalalandsparti var Salgerður húsfreyja, f. 10. október 1855, d. 17. apríl 1922, Andrésdóttir bónda í Grænanesi og Neðri-Miðbæ í Norðfirði, f. 19. nóvember 1825, d. 2. október 1885, Guðmundssonar, og konu Andrésar, Þuríðar húsfreyju, f. 12. desember 1833, d. 2. apríl 1903, Stefánsdóttur.

Börn Sesselju og Guðmundar Karls, - í Eyjum:
1. Sigmundur Karlsson, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994.
2. Ársæll Karlsson, f. 21. desember 1915, d. 26. október 1990.
3. Olga Karlsdóttir, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.

Ársæll var með foreldrum sínum á Eyrarbakka og Stokkseyri í æsku, á Gamla-Hrauni og í Laufási, en faðir hans lést, er Ársæll var á 14. árinu. Hann var með móður sinni og systkinum í Skálavík á Stokkseyri 1930.
Hann flutti til Eyja, lærði vélstjórn og var sjómaður.
Þau Guðrún giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Herðubreið við Heimagötu 28, fluttu til Eyrarbakka, bjuggu þar skamma stund, fluttu til Stokkseyrar og frá 1957 bjuggu þau í Hveragerði, síðast við Reykjamörk 17.
Ársæll lést 1990 og Guðrún 2000.

I. Kona Ársæls, (16. október 1948), var Guðrún Helgadóttir húsfreyja, yfirhjúkrunarfræðingur, f. 11. júní 1914 á Jarðlangsstöðum á Mýrum, d. 14. júní 2000.
Börn Guðrúnar og Ársæls:
1. Helgi Ársælsson pípulagningamaður, vélvirki, vinnuvélastjóri, vélgæslumaður, f. 25. október 1949. Kona hans Steinunn Óskarsdóttir.
2. Guðfinna Ársælsdóttir, f. 29. mars 1951 á Stokkseyri, býr í London. Maður hennar Zdenek Smidak af tékknesku bergi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.