Nautgripir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Nautgriparækt var talsverð á Heimaey fyrir gos en hefur ekki verið endurvakin eftir gos. Hér voru stór kúabú í Dölum Hábæ og að Kirkjubæ hjá Þorbirni Guðjónssyni. Auk þess voru minni kúabú víðar, t.d. fyrir ofan hraun. Þá var og algengt að kýr væru haldnar á heimilum í bænum allt fram yfir miðja síðustu öld. Jónas Jóhannsson á Grundarbrekku var með kýr allt fram undir 1960 og heyjaði m.a. á Stakkagerðistúni.

Í kringum aldamótin 2000 óskuðu Sigurgeir Jónsson og Ómar Garðarsson eftir því að fá að hefja nautgriparækt á Stakkagerðistúni. Þeirri beiðni var hafnað.