Hreindýr

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Árið 1771, þegar verið var að flytja fyrstu hreindýrin til Íslands, voru 13 hreindýr flutt til Vestmannaeyja. Stendur þá í Árbókum Espólíns (10. deild, bls. 101) að „Þat sumar komu 13 hreindýr í Vestmannaeyjum at undirlagi Ólafs amtmanns Stephánssonar, dóu 10 í vesöld um vetrinn eftir, en þrjú lifdu“. Önnur eldri og ítarlegri frásögn er í Islandske Maaneds-Tidender, 2. árg., bls. 55–59, og heimildarmaðurinn er Sigurður Sigurðsson landþingsskrifari á Hlíðarenda.