Margrét Einarsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Einarsdóttir.

Margrét Einarsdóttir húsfreyja frá Vesturhúsum fæddist þar 16. september 1942 og lést 6. febrúar 2018 á Akranesi.
Foreldrar hennar voru Einar Bjarnason skipstjóri, síðar tollvörður, f. 13. desember 1907, d. 23. apríl 1994, og kona hans Kristjana Friðjónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1914, d. 13. október 1995.

Börn Einars og Kristjönu:
1. Hjalti Einarsson verslunarmaður, markvörður íslenska handknattleiksliðsins um skeið, f. 23. júní 1938, d. 12. janúar 2013.
2. Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1942, d. 6. febrúar 2018.
Barn Einars með Guðbjörgu Guðmundsdóttur, f. 6. júní 1906, d. 16. júlí 1936:
3. Svala Guðmunds Einarsdóttir, f. 23. janúar 1932. Móðir hennar lést frá henni ungri og ólst hún upp hjá móðurforeldrum sínum. Hún fluttist til Kanada og á þar fjölskyldu.

Margrét ólst upp í Eyjum, var með foreldrum sínum á Vesturhúsum og í Sunnudal og fluttist með þeim til Hafnarfjarðar 1950.
Hún eignaðist Einar Kristján með Hermanni 1960.
Þau Hörður giftu sig og bjuggu í Hafnarfirði, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Hún var í sambúð með Guðbrandi og bjó lengst í Borgarnesi.
Guðbrandur lést 2017 og Margrét 2018.

I. Barnsfaðir Margrétar var Hemann Friðriksson múrarameistari, f. 25. apríl 1942, d. 28. desember 1999.
Barn þeirra:
1. Einar Kristján Hermannsson, f. 5. desember 1960.

II. Maður Margrétar, (skildu), var Hörður Runólfsson úr V-Landeyjum, vévirki, f. 12. október 1939, d. 15. október 2003.
Börn þeirra:
2. Þröstur Harðarson, f. 31. október 1965. Kona hans er Kristín Pétursdóttir.
3. Kolbrún Jana Harðardóttir, f. 15. janúar 1969. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Walter Aasen.
4. Hildur Arna Harðardóttir, f. 30. apríl 1973. Sambýlismaður hennar er Einar Jón Másson.
5. Runólfur Harðarson, f. 31. júlí 1974.

III. Sambýlismaður Margrétar var Guðbrandur Geirsson, f. 27. apríl 1941, d. 21. mars 2017. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.