Hjalti Einarsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjalti Einarsson.

Hjalti Einarsson frá Vesturhúsum, verslunarmaður, iðnaðarmaður, markvörður íslenska handknattleiksliðsins um skeið, f. 23. júní 1938 á Siglufirði og lést 12. janúar 2013.
Foreldrar hans voru Einar Bjarnason skipstjóri, síðar tollvörður, f. 13. desember 1907, d. 23. apríl 1994, og kona hans Kristjana Friðjónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1914, d. 13. október 1995.

Börn Einars og Kristjönu:
1. Hjalti Einarsson verslunarmaður, iðnaðarmaður, markvörður íslenska handknattleiksliðsins um skeið, f. 23. júní 1938, d. 12. janúar 2013.
2. Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1942, d. 6. febrúar 2018.
Barn Einars með Guðbjörgu Guðmundsdóttur, f. 6. júní 1906, d. 16. júlí 1936:
3. Svala Guðmunds Einarsdóttir, f. 23. janúar 1932. Móðir hennar lést frá henni ungri og ólst hún upp hjá móðurforeldrum sínum. Hún fluttist til Kanada og á þar fjölskyldu.

Hjalti var með foreldrum sínum á Siglufirði og fluttist með þeim til Eyja 1942.
Hann ólst upp á Vesturhúsum og í Sunnudal og fluttist með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar 1942.
Hjalti lærði húsgagna- og húsasmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði og vann við það í mörg ár. Einnig vann hann í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, Fríhöfninni, útsölu ÁTVR á Laugarásvegi og hjá Leifi Magnússyni við píanóviðgerðir.
Hann æfði handknattleik með FH og varð í fremstu röð markmanna, tók þátt í ýmsum stórleikjum, landsleikjum, heimsmeistarakepni margsinnis og olympíuleikum, var kjörinn íþróttamaður ársins 1971.
Þau Jóhanna giftu sig og eignuðust tvö börn.
Hjalti lést 2013 og Jóhanna 2015.

I. Kona Hjalta var Jóhanna M. Helgadóttir húsfreyja, f. 29. maí 1939, d. 29. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Ingigerður Hjaltadóttir, f. 23. mars 1959.
2. Einar Hjaltason, f. 28. janúar 1964. Kona hans Helene H. Pedersen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.