Kristjana Friðjónsdóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristjana Friðjónsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum og í Sunnudal fæddist 25. júlí 1914 og lést 13. október 1995.
Faðir hennar var Friðjón bóndi í Langhúsum í Haganeshreppi í Fljótum, síðar á Siglufirði, f. 23. febrúar 1892 á Húsavík, d. 25. júlí 1981, Vigfússonar bónda á Teigum í Flókadal í Skagafirði, f. 24. nóvember 1854, d. 21. febrúar 1913, Árnasonar bónda á Ísleifsstöðum, f. 1807, drukknaði 1865, Gíslasonar, Vigfússonar sýslumanns á Héðinshöfða, Jónssonar.
Móðir Friðjóns og bústýra Vigfúsar á Teigum var Sigurbjörg Elín, f. 20. júli 1865, d. 2. ágúst 1951 í Skjaldarvík, Jóhannsdóttir bónda á Reykjarhóli á Bökkum í Barðssókn, Skag., Jóhannssonar og konu Jóhanns á Reykjarhóli, Bjargar Jónsdóttur húsfreyju.
Móðir Vigfúsar á Teigum og kona Árna á Ísleifsstöðum var Guðrún húsfreyja, f. 1818, d. 11. maí 1891, Sigurðar frá Köldukinn í Staðarfellssókn í Dölum, bónda í Hvarfsdal í Dalas. 1818, Langeyjarnesi þar 1835, f. 1788, d. 29. apríl 1859, Bjarnasonar, Bæringssonar og konu Sigurðar í Hvarfsdal, Jófríðar (Einarsdóttur), f. 1788, d. 15. juúlí 1843; samkvæmt Ólafi Snóksdalín og Sýslumannaævum var Jófríður launbarn Skúla sýslumanns í Dalasýslu, f. 6. apríl 1768, Magnússonar sýslumanns Ketilssonar, en móðir Jófríðar var Helga Agnesardóttir („Sýslu-Helga“).

Móðir Kristjönu og kona Friðjóns var Margrét Ólína frá Langhúsum í Fljótum, húsfreyja í Langhúsum og á Siglufirði, f. 27. júlí 1891, d. 7. nóvember 1967, Jónsdóttir bónda í Nesi í Flókadal í Skagaf. og víðar, f. 1850 að Á í Unadal, Skagaf., d. 1925, Guðmundssonar bónda á Óslandi í Óslandshlíð í Skagafirði Jónssonar og konu (1845) Guðmundar á Óslandi, Guðnýjar húsfreyju, f. 1821 á Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagaf., d. 1898 í Kollugerði á Skagaströnd, Pálsdóttur.
Móðir Margrétar Ólínu og kona Jóns bónda í Nesi var Sæunn húsfreyja, f. 1852 í Keflavík í Fjörðum, d. 1920, Kristjánsdóttir bónda í Keflavík, Jónssonar bónda á Látrum á Látraströnd Jónssonar og konu Jóns á Látrum Jóhönnu húsfreyju Jónsdóttur bónda í Grenivík Árnasonar.
Móðir Sæunnar og kona Kristjáns í Keflavík var Dýrleif húsfreyja Jóhannesdóttir bónda á Kaðalsstöðum í Fjörðum, Pálssonar og konu Jóhannesar, Guðnýjar Halldórsdóttur á Grýtubakka Pálssonar.

Maður Kristjönu var Einar Bjarnason skipstjóri og tollvörður, f. 13. desember 1907, d. 23. apríl 1994.
Börn þeirra:
1. Hjalti Einarsson, verslunarmaður og markvörður landsliðsins í handbolta, f. 23. júní 1938, d. 12. janúar 2013.
2. Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1942, d. 6. febrúar 2018.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
  • Sýslumannaævir. Bogi Benediktsson. Skýringar, leiðréttingar og viðaukar: Jón Pétursson og Hannes Þorsteinsson. Bókmenntafélagið 1881-1932.
  • Brotsjór rís – Lífssigling Einars Bjarnasonar skipstjóra. Sveinn Sæmundsson. Setberg 1991.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.