Jón Bjarnason (Sigtúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Bjarnason.

Jón Bjarnason fæddist 2. maí 1881 og lést 28. nóvember 1963, 82 ára að aldri.

Eiginkona hans var Oddný Halldórsdóttir. Þau bjuggu í Sigtúni sem stóð milli Miðstrætis og Strandvegar.


Heimildir

  • gardur.is

Frekari umfjöllun

Jón Bjarnason í Sigtúni, fyrrum bóndi, verkamaður fæddist 2. maí 1881 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 28. nóvember 1963.

Faðir hans var Bjarni bóndi í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, f. 1. desember 1830, d. 11. júlí 1900, Jónsson bónda á Refsstöðum í Landbroti og Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 24. apríl 1797, d. 13. október 1839, Bjarnasonar bónda víða, en síðast og lengst í Mörk á Síðu, f. 1742 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 10. september 1820, Jónssonar, og síðari konu Bjarna í Mörk, Bóelar húsfreyju, f. 1770, d. 22. september 1834, Jónsdóttur prests Brynjólfssonar.
Móðir Bjarna á Ásólfsskála og kona Jóns á Refsstöðum, (28. maí 1822), var Guðný húsfreyja, f. 17. október 1799, Árnadóttir bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 1765 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 19. ágúst 1846 á Syðri-Steinsmýri, Halldórssonar, og konu Árna á Syðri-Steinsmýri, (1796), Elínar húsfreyju, f. 1776, d. 4. júlí 1846 á Syðri-Steinsmýri, Jónsdóttur.

Móðir Jóns í Sigtúni og kona Bjarna Jónssonar í Ásólfsskála var Guðrún húsfreyja, f. 30. apríl 1843, d. 9. nóvember 1901, Arnoddsdóttir bónda, lengst í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796 í Drangshlíð þar, d. 29. mars 1883 í Seli í Landeyjum, Brandssonar bónda í Drangshlíð, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og konu Brands, Margrétar húsfreyju, f. 1766, d. 19. febrúar 1853, Arnoddsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ásólfsskála og síðari kona, (14. júlí 1842), Arnodds Brandssonar var Jórunn húsfreyja í Hrútafellskoti, f. 1808 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Jónsdóttir bónda þar 1816, f. 1760, Jónssonar, og konu hans, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Arnoddsdóttur í Eyjum voru:
1. Jórunn Bjarnadóttir bústýra í Mandal, f. 9. janúar 1864 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 7. maí 1945.
2. Elín Bjarnadóttir húsfreyja í Sigtúni, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.
3. Margrét Bjarnadóttir húsfreyja á Múla, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.
4. Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja á Brimbergi, f. 16. mars 1874, d. 5. mars 1957.
5. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Strönd, f. 13. janúar 1879, d. 17. nóvember 1954.
6. Jón Bjarnason verkamaður í Sigtúni, f. 2. maí 1881, d. 28. nóvember 1963.
7. Bjarni Bjarnason útvegsbóndi, sjómaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.
Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir móðir
8. Önnu Tómasdóttur húsfreyju í Selkoti, móður
a. Hjörleifs Sveinssonar í Skálholti,
b. Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og
c. Sigfúsar Sveinssonar á Kirkjubæjarbraut 8.

Þau Vilborg giftu sig 1906, fluttust frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum að Vatnsnesi í Grímsnesi 1907 og bjuggu þar 1910 með Sigríði Stefánsdóttur barni Vilborgar.
Þau bjuggu á Leirum (Nýlendu) u. A-Eyjafjöllum 1920 með Þorvarði Tómasi Stefánssyni barni Vilborgar og Stefáni Hjörleifi Ágústi Jónssyni barni hjónanna.
Þau fluttust til Eyja 1922 og bjuggu í Sigtúni 1923 með Stefán hjá sér. Með þeim 1930 voru Stefán Hjörleifur og Bergur Tómas Grímsson fóstursonur þeirra, sonur Sigríðar dóttur Vilborgar.
Vilborg lést 1933.
Jón var fjarverandi við húsvitjun 1934, var komin með Oddnýju að Sigtúni 1935 og giftist henni á því ári.
Þau bjuggu áfram í Sigtúni.

Jón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (23. október 1906), var Vilborg Þórðardóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1867 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 1. september 1933.
Barn þeirra var:
1. Stefán Jónsson, f. 5. júlí 1906, d. 13. desember 1908.
2. Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 9. ágúst 1908, d. um 1910.
3. Stefán Hjörleifur Ágúst Jónsson verkamaður, f. 12. ágúst 1911 í Eyvík í Grímsnesi, d. 12. október 1931 í Eyjum.
Börn Vilborgar og fósturbörn Jóns voru:
4. Sigríður Stefánsdóttir, f. 25. janúar 1895, síðar í Eyjum, d. 23. júlí 1978.
5. Þorvarður Tómas Stefánsson trésmíðameistari og byggingafulltrúi á Siglufirði, f. 15. október 1900, d. 30. júlí 1980.
Fóstursonur hjónanna var
6. Borgar Tómas Grímsson sjómaður, f. 22. júlí 1921 í Hliði á Álftanesi, d. 29. ágúst 1954. Hann var sonur Sigríðar dóttur Vilborgar og Gríms Gísla Jónassonar sjómanns á Álftanesi, f. 30. desember 1893, d. 23. október 1923.

II. Síðari kona Jóns, (1. júní 1935), var Oddný Halldórsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 2. október 1901, d. 16. apríl 1984.
Þau voru barnlaus.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.