Margrét Bárðardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Bárðardóttir.

Margrét Bárðardóttir frá Hólagötu 35, leikskólalennari, grunnskólakennari fæddist 30. apríl 1957 og lést 17. ágúst 2005.
Foreldrar hennar voru Bárður Brynjólfsson frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, bifreiðastjóri, f. 10. janúar 1928, d. 14. janúar 2020, og kona hans Rósa Magnúsdóttir frá Lágu-Kotey í Meðallandi, húsfreyja, f. 13. apríl 1932, d. 15. júní 2018.

Börn Rósu og Bárðar:
1. Margrét Bárðardóttir grunnskólakennari, f. 30. apríl 1957, d. 17. ágúst 2005. Maður hennar Bjarni Áskelsson.
2. Guðrún Brynja Bárðardóttir, f. 31. október 1960. Maður hennar Rúnar Ásbergsson.
3. Ágústa Bárðardóttir, f. 13. apríl 1967. Maður hennar Einar Jónsson.

Margrét var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Þorlákshafnar 1967.
Hún lauk námi í Fósturskóla Íslands 1980 og í Kennaraháskólanum 2001.
Þau Bjarni fluttu til Noregs 1980, dvöldu þar um skeið. Þau bjuggu um skeið á Laxeyri í Hálsasveit í Borgarfirði. Hún var síðan kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn.
Þau Bjarni giftu sig 1980, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Skálholtsbraut í Þorlákshöfn.
Margrét lést 2005.

I. Maður Margrétar, (5. júlí 1980), er Bjarni Áskelsson, f. 25. október 1954. Foreldrar hans voru Áskell Torfi Bjarnason sjómaður, f. 14. september 1926, d. 24. febrúar 2017, og kona hans Anna Guðný Jóhannsdóttir frá Borgarfirði eystra, f. 31. júlí 1928, d. 23. maí 2018.
Börn þeirra:
1. Ágúst Elvar Bjarnason, f. 17. janúar 1979. Sambúðarkona hans Hildur María Valgarðsdóttir.
2. Áskell Fannar Bjarnason, f. 5. desember 1986. Kona hans Þórleif Guðjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.