Bárður Brynjólfsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bárður Brynjólfsson.

Bárður Brynjólfsson bifreiðastjóri fæddist 10. janúar 1928 á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, V.-Skaft. og lést 14. janúar 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Pétur Oddsson bóndi, f. 15. febrúar 1898 á Þykkvabæjarklaustri, d. 30. apríl 1987, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. á Hellum í Mýrdal, d. 18. apríl 1965.

Bárður var með foreldrum sínum til 1957.
Hann var vörubílstjóri.
Þau Rósa giftu sig 1956, fluttu til Eyja 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hólagötu 35. Þau fluttu til Þorlákshafnar 1967. Að vörubílaakstri loknum vann Bárður við netaafskurð og netafellingar.
Þau Rósa fluttu til Reykjavíkur árið 1999, bjuggu við Dalbraut 16.
Rósa lést 2018 og Bárður 2020.

I. Kona Bárðar, (10. janúar 1956), var Rósa Magnúsdóttir frá Efri-Ey í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 13. apríl 1932, d. 15. júní 2018.
Börn þeirra:
1. Margrét Bárðardóttir grunnskólakennari, f. 30. apríl 1957, d. 17. ágúst 2005. Maður hennar Bjarni Áskelsson.
2. Guðrún Brynja Bárðardóttir, f. 31. október 1960. Maður hennar Rúnar Ásbergsson.
3. Ágústa Bárðardóttir, f. 13. apríl 1967. Maður hennar Einar Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. janúar 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.