Júlíus Geir Hafsteinsson
Júlíus Geir Hafsteinsson húsasmíðameistari, framkvæmdastjóri Parka í Kópavogi, fæddist 1. janúar 1963 að Boðaslóð 26.
Foreldrar hans Hafsteinn Júlíusson múrarameistari frá Stafholti, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990, og kona hans María Stefanía Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, saumakona, f. 3. september 1931, d. 25. október 2009.
Börn Maríu og Hafsteins:
1. Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 9. september 1951 að Litlu-Heiði. Maður hennar Bjarni Ragnarsson.
2. Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 20. júní 1955 að Boðaslóð 26. Maður hennar Óskar Sverrisson.
3. Guðný Hafsteinsdóttir húsfreyja, kennari, f. 19. júlí 1956 að Boðaslóð 26. Maður hennar Jóhannes Sveinsson.
4. Sigurður Hafsteinsson byggingatæknifræðingur, f. 3. ágúst 1959 að Boðaslóð 26. Kona hans Svava Aldís Viggósdóttir.
5. Júlíus Geir Hafsteinsson trésmiður, f. 1. janúar 1963 að Boðaslóð 26. Kona hans Margrét Herdís Guðmundsdóttir.
6. Þröstur Hafsteinsson blikksmiður, f. 20. janúar 1964. Kona hans Hrafnhildur Karlsdóttir.
Þau Margrét Herdís giftu sig, eignuðust fjögur börn.
I. Kona Júlíusar Geirs er Margrét Herdís Guðmundsdóttir sjúkraliði, heilsunuddari, f. 30. apríl 1962. Foreldrar hennar Guðmundur Sigurðsson, f. 18. október 1935, d. 13. mars 2022, og Magdalena Björgvinsdóttir, f. 12. desemberr 1941.
Börn þeirra:
1. Hafsteinn Júlíusson, f. 10. desember 1984.
2. Eysteinn Freyr Júlíusson, f. 12. júlí 1989.
3. Guðmundur Þór Júlíusson, f. 29. desember 1993.
4. Júlíus Mar Júlíusson, f. 7. júní 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Júlíus Geir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.