Jóhann Ármann Kristjánsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhann og Elín

Jóhann Ármann Kristjánsson fæddist 29. desember 1915 og lést 6. desember 2002. Árið 1948 kvæntist Jóhann Elínu Guðlaugsdóttur frá Sólbergi við Brekastíg. Þau eignuðust fjögur börn, Guðlaug, Rögnu, Guðnýju Kristínu og Jóhann Ellert.

Jóhann hóf sjómennsku ungur og stundaði hana til fjölda ára. Hann keypti meðal annars bátinn Unni en var auk þess á fleiri bátum. Eftir að hann fór í land réði hann sig sem matsvein hjá Fiskiðjunni og síðar starfaði hann hjá Rafveitu Vestmannaeyja þar til hann fór á eftirlaun árið 1990.

Jóhann var virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum öll sín fullorðinsár og tók einnig þátt í starfi Starfsmannafélags Vestmannaeyja þar sem hann var síðar gerður að heiðursfélaga.


Heimildir

  • Reynir Guðsteinsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 2003.

Frekari umfjöllun

Jóhann Ármann Kristjánsson.

Jóhann Ármann Kistjánsson frá Reykjadal, sjómaður, vélstjóri, matsveinn, mælaálestrarmaður hjá Rafveitunni fæddist 29. desember 1915 í Skipholti við Vestmannabraut og lést 6. desember 2002.
Foreldrar hans voru Kristján Þórðarson frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, útgerðarmaður, sjómaður, verkamaður, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, og kona hans Guðný Elíasdóttir frá Klömbru u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962.

Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson nuddari, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku. Hann var matsveinn og vélstjóri, sótti matreiðslunámskeið við Gagnfræðaskólann 1937 og í Danmörku, var matsveinn við Fiskiðjuna um skeið, en aflestrarmaður hjá Rafveitunni 1957-1990.
Þau Elín giftu sig 1948, voru á Sólbergi við Brekastíg 3 1948, bjuggu í Baðhúsinu við Bárustíg 15 1949, Brekastíg 5 1953, Bessastíg 10 1956 og enn 2001, er þau fluttu að Sólhlíð 19.
Jóhann Ármann lést 2002.

Kona Jóhanns, (10. júlí 1948), var Elín Guðlaugsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 21. apríl 1930, d. 5. júlí 2022.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Jóhannsson netagerðarmaður, sjómaður, f. 29. apríl 1948 á Sólbergi. Kona hans Margrét Jenný Gunnarsdóttir.
2. Ragna Jóhannsdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili í Danmörku, f. 6. nóvember 1949 í Baðhúsinu. Maður hennar Jörn Boklund.
3. Guðný Kristín Jóhannsdóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 7. júní 1953 í Reykjadal, ógift.
4. Jóhann Ellert Jóhannsson viðskiptafræðingur, fjármálastjóri í Noregi, f. 8. október 1956 á Bessastíg 10. Kona hans Solveig Krusholm.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.