Magnea Sigríður Bergvinsdóttir
Magnea Sigríður Bergvinsdóttir húsfreyja, matráðskona fæddist 26. febrúar 1917 á Svalbarðseyri við Eyjafjörð og lést 1. október 2001.
Foreldrar hennar voru Bergvin Jóhannsson frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, farkennari og verkamaður á Svalbarðseyri, f. 21. júní 1882, d. 11. janúar 1965, og kona hans Sumarrós Magnúsdóttir húsfreyja frá Efri-Vindheimum á Þelamörk í Eyjafirði, f. 1. ágúst 1889, d. 18. ágúst 1974.
Börn Sumarrósar og Bergvins í Eyjum:
1. Magnea Sigríður Bergvinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 26. september 1917, d. 1. október 2001.
2. Helgi Bergvinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
3. Jón Bergvinsson sjómaður, f. 12. október 1925, d. 16. maí 2015.
Magnea var með foreldrum sínum.
Þau Oddur giftu sig 1938, eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst í Neskaupstað, fluttu til Kópavogs 1960 og til Eyja 1978.
Hún varð matráðskona við barnaskóla í Kópavogi, síðar við Barnaskóla Vestmannaeyja.
Hún bjó síðast á Foldahrauni 37c.
Magnea Sigríður lést 2001.
I. Maður Magneu Sigríðar, (13. ágúst 1938), var Oddur Sigurjónsson skólastjóri, bæjarfulltrúi, blaðamaður, bókavörður, f. 23. júlí 1911, d. 26. mars 1983.
Börn þeirra:
1. Rósa Ingibjörg Oddsdóttir stöðvarstjóri Póstsins í Kópavogi, f. 10. febrúar 1940. Barnsfaðir Guðmundur Bjarnason. Sambúðarmaður hennar Sigurður Sigvaldason.
2. Jóhann Bergvin Oddsson skipstjóri í Eyjum, f. 22. apríl 1943, d. 22. september 2018. Kona hans María Friðriksdóttir.
3. Guðmundur Magnús Oddsson skólastjóri í Kópavogi. Kona hans Sóley Stefánsdóttir, f. 22. apríl 1943.
4. Hrafn Óskar Oddsson stýrimaður í Eyjum, f. 2. nóvember 1945. Sambúðarkona hans Friðrikka Svavarsdóttir.
5. Svanbjörg Oddsdóttir kennari, f. 5. október 1951. Maður hennar Sævaldur Elíasson.
6. Lea Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, ljósmóðir, f. 27. september 1955. Barnsfaðir hennar Ingi Rúnar Eðvaldsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 6. október 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.