Oddur Sigurjónsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Oddur Sigurjónsson.

Oddur Alfreð Sigurjónsson frá Grund í Svínadal í A.-Hún., skólastjóri fæddist þar 23. júlí 1911 og lést 26. mars 1983 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurjón Oddsson bóndi á Rútsstöðum í Svínavatnshreppi, A.-Hún., f. 7. júní 1891 í Brautarholti í Reykjavík, d. 10. september 1989 á Blönduósi, og barnsmóðir hans Ingibjörg Jósefsdóttir verkakona í Þórðarhúsi í Blönduóshreppi, síðar húsfreyja á Vesturá í Miðfirði, f. 31. desember 1882 á Blönduósi, d. 10. október 1955.

Oddur varð gagnfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri 1930, stúdent þar utanskóla 1935, lauk prófi í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands 1936 og lauk kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands 1937. Hann átti námsdvöl í Bandaríkjunum 1957-1958.
Oddur var heimiliskennari á Svalbarði í S.-Þing. 1934-1935, kennari í Torfalækjarhreppi, A.-Hún. 1935-1936.
Hann var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Neskaupstað frá 1937-1960, skólastjóri Iðnskólans þar frá stofnun 1944-1960, skólastjóri Gagnfræðaskólans í Kópavogi 1960-1974.
Oddur var bæjarfulltrúi í Neskaupstað 1946-1950. Hann gegndi ýmsum nefndastörfum í Neskaupstað, m.a. í stjórn bæjartogarans 1954-1957.
Rit:
Hann var ritstjóri og útgefandi Hamars, málgagns Alþýðuflokksins 1948-1958.
Hann skrifaði greinar um stjórnmál og fræðslumál í Alþýðublaðið frá 1936, var blaðamaður við blaðið 1974-1978.
Oddur flutti til Eyja 1978, var bókavörður við Bókasafn Vestmannaeyja.
Þau Magnea giftu sig 1938, eignuðust sex börn.
Oddur lést 1983 og Magnea 2001.

I. Kona Odds, (13. ágúst 1938), var Magnea Sigríður Bergvinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 26. febrúar 1917, d. 1. október 2001.
Börn þeirra:
1. Rósa Ingibjörg Oddsdóttir stöðvarstjóri Póstsins í Kópavogi, f. 10. febrúar 1940. Barnsfaðir Guðmundur Bjarnason. Sambúðarmaður hennar Sigurður Sigvaldason.
2. Jóhann Bergvin Oddsson skipstjóri í Eyjum, f. 22. apríl 1943, d. 22. september 2018. Kona hans María Friðriksdóttir.
3. Guðmundur Magnús Oddsson skólastjóri í Kópavogi. Kona hans Sóley Stefánsdóttir, f. 22. apríl 1943.
4. Hrafn Óskar Oddsson stýrimaður í Eyjum, f. 2. nóvember 1945. Sambúðarkona hans Friðrikka Svavarsdóttir.
5. Svanbjörg Oddsdóttir kennari, f. 5. október 1951. Maður hennar Sævaldur Elíasson.
6. Lea Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, ljósmóðir, f. 27. september 1955. Barnsfaðir hennar Ingi Rúnar Eðvaldsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.