Jón Bergvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Bergvinsson.

Jón Pétur Bergvinsson sjómaður fæddist 12. október 1925 á Svalbarðseyri við Eyjafjörð og lést 16. maí 2015 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
Foreldrar hans voru Bergvin Jóhannsson frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, farkennari og verkamaður á Svalbarðseyri, f. 21. júní 1882, d. 11. janúar 1965, og kona hans Sumarrós Magnúsdóttir húsfreyja frá Efri-Vindheimum á Þelamörk í Eyjafirði, f. 1. ágúst 1889, d. 18. ágúst 1974.

Börn Sumarrósar og Bergvins í Eyjum:
1. Magnea Sigríður Bergvinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 26. september 1917, d. 1. október 2001.
2. Helgi Bergvinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
3. Jón Bergvinsson sjómaður, f. 12. október 1925, d. 16. maí 2015.

Jón Pétur var með foreldrum sínum í Jóhannshúsi á Svalbarðsströnd. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað 1939-1942.
Jón stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri, á bátum frá Neskaupstað, Vestmannaeyjum , Höfn í Hornafirði og Eyjafirði. Síðar var hann á togaranum Ingólfi Arnarsyni.
Hann flutti til Eyja, var lengi á Glófaxa VE 300 með Bergvini Oddssyni systursyni sínum. Hann vann við þá útgerð bæði til sjós og lands til ársins 1992, er hann lét af störfum vegna aldurs.
Jón var heiðraður af Sjómannafélaginu Jötni 1990.
Hann bjó m.a. á Bessahrauni 18, en síðast á Helgafellsbraut 23a.
Jón Pétur var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.